750 grammes
All our cooking blogs Follow this blog Administration + Create my blog

lifanjota

Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði

Jarðaberja lagterta

Jarðaberja lagterta

17 júní er haldin hátíðlegur hér á bæ og þessi fallega jarðaberjakaka sómir sér vel á veisluborðinu. 4 egg 120 g sykur 100 g hveiti ½ tsk. lyftiduft 50 g smjör brætt og kælt lítillega Hitið ofninn í 180°C. Þeytið egg og sykur saman þar til blandan er...

Sítrónu marensrúlluterta

Sítrónu marensrúlluterta

Sítrónukökur hafa alveg sérstakan sess hjá mér, það er eitthvað ómótstæðilegt við sætt og súrt saman. Hér er uppskrift að fallegri rúllutertu sem er marens. 5 eggjahvítur (ca. 150 g) 280 g sykur 50 g hnetur eða möndlur, saxðar fínt flórsykur til að dusta...

Möndluterta drottningar

Möndluterta drottningar

Látlaus og falleg og kemur á óvart. Yndislegt möndlubragð og undurlétt smjörkrem með keim af koníaki. Góð eftirréttaterta sem dugar fyrir 8 og passar vel að bera glas af sætu hvítvín eins og t.d. Sauterne fram með henni. fyrir 8 Botnar: 125 g möndlur...

Jarðaberjabaka með möndlubotni

Jarðaberjabaka með möndlubotni

Hér er ein klassísk og falleg. Þetta er uppskrift sem ég fékk í “A La Carte” fyrsta enska matreiðslublaðinu sem ég eignaðist fyrir mjög mörgum árum. Á þeim tíma sáust svona bökur ekki í bakaríum hér heima og jarðaber sjaldséð í verslunum og voru dýr....

Peru súkkulaðibaka

Peru súkkulaðibaka

Þessi fallega baka er uppáhald allra tíma. Hún er ekki of sæt og með dásamlegu súkkulaði-vanillubragði á móti perunum. Getur verið eftirréttur á eftir léttri máltíð eða bara með kaffibolla eða te. Yndisleg nýbökuð en má líka frysta og hita upp frosna...

Sítrónubitar - Lemonbars

Sítrónubitar - Lemonbars

Ég er ein af þeim sem fá reglulega mjög mikla löngun í eitthvað með virkilega miklu sítrónubragði. Bakstur með mikið af sítrónu er vinsæll um allan heim en þó mismunandi í hvaða mynd. Í Frakklandi eru til dæmis sítrónubökur með marensloki vinsælar og...

Mokkakaka með valhnetum

Mokkakaka með valhnetum

Þessi kaka er ein af mínum uppáhalds. Hún minnir á kaneltertuna að því leiti að hún er með stökkum smjörbotnum og lögð saman með rjóma. Hér er rjóminn bragðbættur með kaffi og valhnetum sem gerir hana ómótstæðilega. Kakan er stökk þegar nýbúið er að setja...

Eplakaka mömmu

Eplakaka mömmu

Það er alveg nauðsynlegt að kunna eina uppskrift að góðri eplaköku. Nýbökuð eplakaka með þeyttum rjóma getur gert kraftaverk. Þessi uppskrift er frekar hefðbundin og kemur frá vinkonu hennar mömmu minnar og sú sem mamma bakaði oftast. Sítrónubörkurinn...

Boston cream pie

Boston cream pie

Ég uppgvötaði þessa köku þegar ég var að gera þátt um amerískar köku og brauðuppskriftir fyrir Gestgjafann. Hún er uppáhald barnanna minna og oft beðið um hana í afmæli. Botnarnir eru ljósir og mjúkir og kremið er dásamlegt vanillukrem. Algjör dásemd...

Sólveigar ísterta

Sólveigar ísterta

Mamma var ástríðubakari og gerði margar góðar kökur. Ískakan hér var ein af hennar uppáhalds. Uppskriftina fann hún í Norsku blaði en þar hét hún þessu nafni “ísterta Solveigar”og fannst mömmu skondið að finna kökuuppskrift tileinkaða sama nafni og hennar....