Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði
Hér er uppskrift úr safni mömmu minnar. Þessi terta var bökuð fyrir allar veislur og afmæli og var alltaf jafn vinsæl og var uppáhaldskaka Siggu ömmu. Þegar við bökuðum hana í þá daga var 70% súkkulaði ekki til hér á landi. Nú er úrvalið berta og ég farin...
Granólaterta var vinsæl kaka á mörgum kaffihúsum hér um árabil þegar boðið var upp á “heimabakaðar” kökur og tertur þar. Þegar ég vann á Gestgjafanum var beðið um þessa uppskrift frá kaffihúsi hér í bænum. Karamellan er það sem gefur henni karakterinn...
Napóleonskökur eru nú næstum hættar að sjást í bakaríunum. Þeir sem eldri eru muna örugglega eftir þessum girnilegu kökum sem fengust í öllum betri bakaríum í bænum fyrir um 20-30 árum. 8 stór stykki 4 plötur smjördeig 1 pakki vanillubúðingur 4 dl rjómi...
Ég fór á Ítalskt matreiðslunámskeið hjá Caldesi sem rekur veitingastað í Marylebone í London. Það lærði ég að baka þessar fallegu möndlukökur sem eru frá heimaborg hans Sienna. Kökurnar eru einfaldar í sjálfu sér en þær eru mótaðar með tveim skeiðum og...
Þessar Biskottí-kökur eru uppáhalds. Uppskriftin er með próteinríku hveiti sem er mjög gott að nota. Það er auðveldara að eiga við deigið og áferðin verður svo flott. Þessar kökur eru ekki mjög sætar, mér finnast þær betri þannig en það má dýfa neðri...
50-60 stk. 200 g smjör, mjúkt 220 g hveiti 1 tsk. matarsódi 180 g sykur 140 g púðursykur 80 g kornflex 160 g haframjöl 100 g kókosmjöl 2 egg 1 tsk. vanilludropar Ofan á: 150 g súkkulaðidropar Hitið ofninn í 180°C (175°C á blástur). Setjið allt hráefnið...
Reglulega langar mig í kökurnar sem ég fékk í sveitinni þegar ég var lítil. Þessi er í uppáhaldi, gott kryddbragð og frábær með glasi af ískaldri léttmjólk. Sítrónubörkurinn gerir útslagið í þessari uppskrift af brúnkökunni. Þessi kaka flokkaðist undir...
Hveitipartar er eitt af því brauðmeti sem ekki má gleymast. Líklega eru þeir meira þekktir á Norðurlandi en hér fyrir sunnan. Dásamlega gott nýbakað með smjöri og osti. 500 g hveiti 6 tsk. lyftiduft 2 tsk. salt 2 msk. sykur 3 dl mjólk Hveiti, lyftiduft,...
Ef þið viljið gera mikið magn af bollum er best að margfalda ekki uppskriftina heldur gera hana bara tvöfalda og síðan aðra lögun aftur. Það er viss hætta á að hlutföllin riðlist til og deigið misheppnast frekar ef uppskriftin er 3-4 földuð. 9 - 12 bollur...