750 grammes
All our cooking blogs Follow this blog Administration + Create my blog

Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði

Skonsur

Skonsur

Það er ekkert auðveldara en baka skonsur þegar von er á gestum. Nýbakaðar skonsur, volgar með smjöri og osti eru freistandi og svo má nota reyktan lax, hangikjöt, salat eða hvað sem hugurinn girnist sem álegg. Hér áður var vinsælt að stafla þeim upp og...

Frönsk eplakaka - Tarte fine aux pommes

Frönsk eplakaka - Tarte fine aux pommes

Frakkar elska eplakökur og vilja oftast hafa þær þannig að eplabragðið sé gegnheilt og ekkert verið að rugla í því með öðru. Sannarlega má segja það um þessa köku, epli, epli epli, ekkert rugl. Manni finnst bara eins maður sé komið til Frakklands ef maður...

Gáteaux Rubinstein

Gáteaux Rubinstein

Þessi fallega terta vekur upp margar minningar um glæsileg kökuboð, skírn, fermingar og afmæli. Ég fann uppskriftina í dönsku matarblaði 1982, og bakari þar í landi bar hana fram sem eftirrétt í veislu þegar píanóleikarinn frægi Rubinstein heimsótti Danmörku....

Möndlu eplakaka

Möndlu eplakaka

12 sneiðar Deig: 200 g möndlumjöl eða afhýddar möndlur, malaðar í matvinnsluvél 140 g smjör, mjúkt 200 g sykur 1 stórt egg 1 eggjahvíta 50 g hveiti Byrjið á því að laga eplamaukið og gerið deigið á meðan það mallar. Hitið ofninn í 175°C (170°C á blástur)....

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

240 g smjör mjúkt 190 g sykur 1 stórt egg 270 g hveiti 160 g haframjöl venjulegt eða grófvalsað eða blanda að báðu 1 tsk. matarsódi 1 krukka rababarasulta eða önnur sulta sem ykkur finnst góð Hitið ofninn í 200°C. Hrærið saman smjör og sykur. Blandið...

Döðlukaka með karamellusósu

Döðlukaka með karamellusósu

Bretar eiga heiðurinn af þessari tegund af heitri döðluköku með karamellusósu. Upprunalega er karamella sett í botninn á forminu og bökuð með er þessi útfærsla er mun einfaldari. Bretar eru miklir sælkerar og margar góðar kökuuppskriftir koma frá þeim. Fyrir...

Döðlubrauð

Döðlubrauð

12 sneiðar 500 g döðlur 2 ½ dl vatn ½ tsk. matarsódi 190 g smjör, mjúkt 100-130 g sykur 3 egg 260 g hveiti 2 tsk. lyftiduft ½ tsk. salt Leggið heilar döðlur í bleyti í vatni og matarsóda yfir nótt. Það er líka hægt að sjóða upp á þeim í vatninu, strá...

Jarðaberja heslihnetumarensterta

Jarðaberja heslihnetumarensterta

Hér er uppskrift að fallegri tertu með heslihnetum og jarðaberjum. Talsverð fyrirhöfn er að rista heslihneturner og afhýða en trúið mér, það er fyllilega þess virði. Heslihnetur verða mun bragðmeiri og betri ef þær eru ristaðar. Botnar: 125 g heslihnetur...

Sítrónu þríhyrningar

Sítrónu þríhyrningar

Þeir sem hafa farið á námskeið sem ég kenni í Salt Eldhúsi "Deig" læra að gera ýmiskonar brauðdeig með þurrgeri. Snúðadeig eða brioche eins og Frakkar kalla þetta deig er sætt deig með talsverðu af smjöri. Deigið í þessa þríhyrninga er einmitt þannig...

Bessastaðakökur

Bessastaðakökur

Bessastaðakökur voru bakaðar á Bessastöðum í tíð Vigdísar Finnbogadóttur. Vigdís segir kökurnar hafa verið bakaðar í sinni fjölskyldu frá því hún man eftir sér. Vigdís segir þær ættaðar frá Jakobínu Thomsen, konu Gríms Thomsen þegar hann bjó á Bessastöðum...