Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði
Ég var lengi búin að reyna að finna réttu samsetninguna af ljósri köku með súkkulaðikremi eins og er svo vinsæl í Ameríku. Kakan varð að vera góð og nógu fínlegt súkkulaðibragð af kreminu til að vera ekki yfirþyrmandi og ekki of mikið af því. Hér er hún...
Uppskriftin að þessari girnilegu böku er frá mágkonu minni. Hún er flink að baka og hér áður hlökkuðum við alltaf mikið til að hittast og borða kökur í afmælum og öðrum samkomum. Hún gerði þessa köku fyrir mig þegar ég vann að þætti á Gestgjafanum sem...
Gulrótakökur urðu mjög vinsælar hér heima eitthvað í kringum 1980 og var boðið upp á þær á hverju kaffihúsi í bænum. Þessi uppskrift er síðan þá og var mikið bökuð á þessum tíma á mínu heimili og þá gjarnan “helgarkakan”. Gulrótakakan hefur verið það...
Gullkaka, líka kölluð sjónvarpskaka var bökuð næstum fyrir hverja helgi heima hjá mér þegar ég var lítil og hún er bara þannig að öllum finnst hún góð. Hún var líka oft bökuð þegar farið var í sumarbústað, sjónvarpskaka og appelsínukaka voru gjarnan bakaðar...
Margir af eldri kynslóðinni kannast eflaust við kornflextertu en ekki er víst að yngri bakararnir þekki hana. Þessi kaka á sér langa sögu í minni fjölskyldu og var gjarnan bökuð á sunnudögum. Kakan er best daginn sem hún er bökuð, kornflexið verður svolítið...
Þær eru sannarlega eins og koss þessar ljúfu smákökur með Ítalska bragðinu sem eru ættaðar frá Pienmont á Ítalíu. Ítalir elska bragð af ristuðum heslihnetum og uppáhaldsísinn þeirra “gianduja” er einmitt heslihnetuís. Mikilvægt er að rista hneturnar en...
Hún lætur lítið yfir sér þessi kaka en leynir á sér. Botnarnir eru eins og konfekt og ostakremið með kókosnum passar vel við fínlegt marsípan bragðið. Þessi kaka er frábær sem eftirréttur með glasi af sætu hvítvíni eða líkjör. 8 sneiðar 150 g marsípan...
Leitin að fullkomnu súkkulaðikökunni hefur staðið yfir á heimili okkar árum saman. Börnin mín eiga góðar minningar um þessa leit og voru viljugir þáttakendur við að dæma. Hingað til hefur sú fullkomna ekki enn verið bökuð en þessi hér kemst ansi nálægt...
Flest heimili eiga sína uppskrift að bananabrauði. Banana má frysta þegar þeir eru vel þroskaðir og nota í svona brauð en þá er gott að frysta þá afhýdda og setja í poka. Hér er okkar uppskrift, stundum notum við val- eða pecanhnetur í hana en yngri kynslóðin...