Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði
Hér er ein terta úr smiðju mömmu. Þessi sýnir svolítið tíðarandan í tertubakstri í kringum 1980 marensbotnar með döðlum og saltmöndlum og vanillukrem á milli. Mér finnst þessi terta alltaf jafngóð og baka hana gjarnan fyrir afmæli og veislur. Hef stækkað...
Uppskriftin að þessari glæsilegu tertu birtist í kökublaði Vikunnar fyrir 30 árum og vakti mikla athygli. Hún slær allar aðrar bombur út, sæt en þó ekki um of, botnarnir stökkir og gott að hafa bit í sem rice-krispís gerir, karamellusósan gerir útslagið....
Hér er uppskrift að fallegri tertu með heslihnetum og jarðaberjum. Talsverð fyrirhöfn er að rista heslihneturner og afhýða en trúið mér, það er fyllilega þess virði. Heslihnetur verða mun bragðmeiri og betri ef þær eru ristaðar. Botnar: 125 g heslihnetur...
Þessi púðursykurterta hefur verið uppáhaldstertan í fjölskyldu mannsins míns í fjöldamörg ár og sú sem ég er oftast beðin um að baka fyrir veislur. Hún er auðveld og þægileg í bakstri, ég safna gjarnan eggjahvítum í box eða zip-lock poka í frystinn þegar...
“Fragile” stendur skrifað utan á franska póstböggla sem innihalda eitthvað viðkvæmt eða brothætt, en orðið á vel við um þessa gómsætu tertu. Það eru margar útfærslur til af þessari frægu köku en þessi hefur reynst mér best, mjúkir marsípanbotnar með stökkum...
Margir af eldri kynslóðinni kannast eflaust við kornflextertu en ekki er víst að yngri bakararnir þekki hana. Þessi kaka á sér langa sögu í minni fjölskyldu og var gjarnan bökuð á sunnudögum. Kakan er best daginn sem hún er bökuð, kornflexið verður svolítið...
Þessi fallega terta er sannarlega drottningin á veisluborðinu. Uppskriftina eiga margir og margar fjölskyldur sem eiga hana sem uppáhaldstertuna. Ég baka hana í 22cm formum svo hún verði há og glæsileg. Hún er best daginn sem hún er bökuð. Draumterta...