750 grammes
All our cooking blogs Follow this blog Administration + Create my blog

Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði

smakokur

Hunangs marsípansnittur

Hunangs marsípansnittur

Hunang kanell og marsípan eru jólin hjá mér. Þessar undurfallegu kökur eru eins góðar eins og þær eru fallegar. Þær eru frekar einfaldar í framkvæmd því þeim er rúllað upp í pylsu og skornar niður í bita áður en þær eru bakaðar. Súkkulaði og mandla á...

Engiferkökur með súkkulaði

Engiferkökur með súkkulaði

Sultað engifer var mikið notað í bakstur fyrir langa löngu, eins voru sultaðir ávextir vinsælir, engifer, mandarínur, perur, ananas og fleira og sést þessi vara gjarnan á mörkuðum í Evrópu fyrir jólin. Smjörkökur, engifer og súkkulaði er himnesk blanda...

Piparhnetur frá Lagkagehuset

Piparhnetur frá Lagkagehuset

Ég keypti poka af piparhnetum í því fræga bakaríi Lagkagehuset í Kaupmannahöfn einu sinni og mér fannst þær bestu piparhnetur sem ég hafði smakkað. Nokkrum árum síðan fann ég uppskrift í dönsku jólablaði þar sem þessi uppskrift birtist. Heppin ég ! Piparhneturnar...

Múrsteinar

Múrsteinar

Þessa dagana er ég að skoða gamlar uppskriftabækur frá mömmu. Mér fannst þessar kökur alltaf svo fallegar. Múrsteinar voru einar af mínum uppáhalds smákökum og ég á minningar um að borða fyrst kökuna allan hringinn og marensin síðast, namm ! Heyrði síðan...

Gyðingakökur

Gyðingakökur

Gyðingakökur voru bakaðar fyrir jól á mörgum heimilum hér áður fyrr og eru enn vinsælar. Í Danmörku eru þær kallaðar "jödekeger" og væntanlega kom nafnið og uppskriftin að þessum fallegu kökum þaðan. Venjulega voru stungnar út kringlóttar kökur en gaman...

Mömmukökur

Mömmukökur

Kökurnar: 125 g smjör 250 g síróp 125 g sykur 1 egg 500 g hveiti 1 tsk. engifer 1 tsk. matarsódi 1 tsk. kanell Hitið smjör, síróp og sykur saman að suðu. Setjið blönduna í hrærivélaskál. Kælið blönduna svolítið svo eggið soðni ekki þegar það fer út í....

Hálfmánar

Hálfmánar

Hálfmánar eru óðum að falla í gleymskunar dá. Þetta voru uppáhaldskökurnar hennar ömmu. Seinni árin hennar þegar hún var orðin mjög fullorðin og hætt öllu bökunarstússi sjálf voru þetta kökurnar sem hún óskaði eftir að baka með mér á bökunardeginum okkar...

Vanillukransar

Vanillukransar

Smákökur æsku minnar. Dásamlegt smjörbragð og minningar um að baka með mömmu, taka á móti lengjunum úr hakkavélinni og setja saman í kransa og setja á bökunarplötuna. Þetta eru jólin fyrir mér. 250 g hveiti 125 g flórsykur 100 g afhýddar möndlur, malaðar...

Ricciarelli - möndlukökur frá Sienna

Ricciarelli - möndlukökur frá Sienna

Ég fór á Ítalskt matreiðslunámskeið hjá Caldesi sem rekur veitingastað í Marylebone í London. Það lærði ég að baka þessar fallegu möndlukökur sem eru frá heimaborg hans Sienna. Kökurnar eru einfaldar í sjálfu sér en þær eru mótaðar með tveim skeiðum og...

Biscotti

Biscotti

Þessar Biskottí-kökur eru uppáhalds. Uppskriftin er með próteinríku hveiti sem er mjög gott að nota. Það er auðveldara að eiga við deigið og áferðin verður svo flott. Þessar kökur eru ekki mjög sætar, mér finnast þær betri þannig en það má dýfa neðri...