750 grammes
All our cooking blogs Follow this blog Administration + Create my blog

lifanjota

Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði

Íslensk rjómaterta

Íslensk rjómaterta

Hver man ekki eftir þessari? Aðaltertan í hverju boði og hún var til í mismunandi útgáfum á hverju heimili. Amma setti oft berjamauk líka á milli botnanna svo og makrónukökur, rifið súkkulaði og stundum vanillukrem ef vel lá á henni, það fannst mér ótrúlega...

Vatnsdeigsbollur með sítrónu og craqueline-topp

Vatnsdeigsbollur með sítrónu og craqueline-topp

Frakkar halda mikið upp á vatnsdeigið sem við hér heima notum í bolludagsbollur. Þeir gera allskyns flottar kökur og eftirrétti úr deiginu og leika með það á ýmsa vegu m.a. með því að setja stökkann topp ofan á það. Þeir kalla þessar bollur "Choux craquelin"...

Eplakaka með karamellusósu

Eplakaka með karamellusósu

Góðar eplakökur eru uppáhald margra. Hér er ein uppskrift sem hefur slegið í gegn á mínu heimili og sú kaka sem ég er oftast beðin um að koma með í pálínuboð. Epli og karamella, hver stenst það. 12 sneiðar 2 stór epli, gott að nota súr epli t.d. Granny...

Lagterta frú Viktoríu

Lagterta frú Viktoríu

Ein af elstu kökuuppskriftum sem til eru er líklega uppskrift að lagtertu. Heimildir eru til um slíka köku í matreiðslubók frá árinu 1615. Lagkaka með sultu og kremi hefur verið vinsæl gegnum aldirnar í Bretlandi og er jafn tengd þjóðarsálinni þar og...

Rúlluterta

Rúlluterta

Rúllutertur eru partur af æskuminningum margra, ljós með sultu eins og þessi hér eða brún með smjörkremi. Þetta er einfaldur bakstur, flokkast undir “þeytt deig” þ.e. byrjað á því að þeyta sykur og egg saman. Ég er oft spurð að hversu lengi á að þeyta...

Marensterta með rice-crispís og karamellu

Marensterta með rice-crispís og karamellu

Uppskriftin að þessari glæsilegu tertu birtist í kökublaði Vikunnar fyrir 30 árum og vakti mikla athygli. Hún slær allar aðrar bombur út, sæt en þó ekki um of, botnarnir stökkir og gott að hafa bit í sem rice-krispís gerir, karamellusósan gerir útslagið....

Kókoskaka með súkkulaði

Kókoskaka með súkkulaði

Hér er uppskrift úr safni mömmu minnar. Þessi terta var bökuð fyrir allar veislur og afmæli og var alltaf jafn vinsæl og var uppáhaldskaka Siggu ömmu. Þegar við bökuðum hana í þá daga var 70% súkkulaði ekki til hér á landi. Nú er úrvalið berta og ég farin...

Granólaterta

Granólaterta

Granólaterta var vinsæl kaka á mörgum kaffihúsum hér um árabil þegar boðið var upp á “heimabakaðar” kökur og tertur þar. Þegar ég vann á Gestgjafanum var beðið um þessa uppskrift frá kaffihúsi hér í bænum. Karamellan er það sem gefur henni karakterinn...

Napóleonskökur

Napóleonskökur

Napóleonskökur eru nú næstum hættar að sjást í bakaríunum. Þeir sem eldri eru muna örugglega eftir þessum girnilegu kökum sem fengust í öllum betri bakaríum í bænum fyrir um 20-30 árum. 8 stór stykki 4 plötur smjördeig 1 pakki vanillubúðingur 4 dl rjómi...

Ricciarelli - möndlukökur frá Sienna

Ricciarelli - möndlukökur frá Sienna

Ég fór á Ítalskt matreiðslunámskeið hjá Caldesi sem rekur veitingastað í Marylebone í London. Það lærði ég að baka þessar fallegu möndlukökur sem eru frá heimaborg hans Sienna. Kökurnar eru einfaldar í sjálfu sér en þær eru mótaðar með tveim skeiðum og...