750 grammes
All our cooking blogs Follow this blog Administration + Create my blog

Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði

brauð

Snúðar með kanel og kardimommum

Snúðar með kanel og kardimommum

Mér finnst mjög gott að setja bæði kardimommur og kanel í snúða. Kardimommur koma með svo sérstakt og spennandi bragð. Þessir snúðar eru mjög góðir en það gerir smjörið en deigið er gert eins og "brioche" brauðið sem Frakkar elska. 16 stk. Snúðadeig:...

Hveitipartar

Hveitipartar

Hveitipartar er eitt af því brauðmeti sem ekki má gleymast. Líklega eru þeir meira þekktir á Norðurlandi en hér fyrir sunnan. Dásamlega gott nýbakað með smjöri og osti. 500 g hveiti 6 tsk. lyftiduft 2 tsk. salt 2 msk. sykur 3 dl mjólk Hveiti, lyftiduft,...

Skonsur

Skonsur

Það er ekkert auðveldara en baka skonsur þegar von er á gestum. Nýbakaðar skonsur, volgar með smjöri og osti eru freistandi og svo má nota reyktan lax, hangikjöt, salat eða hvað sem hugurinn girnist sem álegg. Hér áður var vinsælt að stafla þeim upp og...

Döðlubrauð

Döðlubrauð

12 sneiðar 500 g döðlur 2 ½ dl vatn ½ tsk. matarsódi 190 g smjör, mjúkt 100-130 g sykur 3 egg 260 g hveiti 2 tsk. lyftiduft ½ tsk. salt Leggið heilar döðlur í bleyti í vatni og matarsóda yfir nótt. Það er líka hægt að sjóða upp á þeim í vatninu, strá...

Sítrónu þríhyrningar

Sítrónu þríhyrningar

Þeir sem hafa farið á námskeið sem ég kenni í Salt Eldhúsi "Deig" læra að gera ýmiskonar brauðdeig með þurrgeri. Snúðadeig eða brioche eins og Frakkar kalla þetta deig er sætt deig með talsverðu af smjöri. Deigið í þessa þríhyrninga er einmitt þannig...

Bananabrauð

Bananabrauð

Flest heimili eiga sína uppskrift að bananabrauði. Banana má frysta þegar þeir eru vel þroskaðir og nota í svona brauð en þá er gott að frysta þá afhýdda og setja í poka. Hér er okkar uppskrift, stundum notum við val- eða pecanhnetur í hana en yngri kynslóðin...

Rúgbrauð

Rúgbrauð

Lítið mál er að baka rammíslenskt rúgbrauð og hér er uppskriftin. Ég nota gjarnan næturnar í baksturinn, set brauðið inn klukkan ellefu að kvöldi og það er tilbúið næsta morgun. 460 g rúgmjöl 260 g heilhveiti 3 tsk. salt 3 tsk. matarsódi 1 líter súrmjólk...

Sætabrauðsdrengir

Sætabrauðsdrengir

Börnin mín hafa öll haft gaman að því að baka þessa sætabrauðsdrengi og núna eru barnabörnin tekið við. Það er svo gaman að baka með börnum og þessir sætu kallar höfða svo sannarlega til þeirra. Þetta er mjög gott deig með svolitlu smjöri í og auðvelt...