750 grammes
All our cooking blogs Follow this blog Administration + Create my blog

lifanjota

Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði

Karamellukaka

Karamellukaka

Uppskriftin að þessari köku kemur frá Jóhönnu vinkonu minni að vestan. Við bökuðum oft saman þegar við vorum unglingar og þessi kaka var í uppáhaldi. 240 g smjör 150 g sykur 4 egg 150 g hveiti 2 tsk. lyftiduft Hitið ofninn í 175°C. Hrærið smjör og sykur...

Fragile

Fragile

“Fragile” stendur skrifað utan á franska póstböggla sem innihalda eitthvað viðkvæmt eða brothætt, en orðið á vel við um þessa gómsætu tertu. Það eru margar útfærslur til af þessari frægu köku en þessi hefur reynst mér best, mjúkir marsípanbotnar með stökkum...

Sörur

Sörur

40 stk. Botnar: 3 eggjahvítur 200 g flórsykur 200 g möndlur, malaðar fínt Hitið ofninn í 190°C (180°C á blástur). Þeytið eggjahvítur stífar, þ.e. að hægt sé að hvolfa skálinni og eggjahvítan dettur ekki úr henni. Passið að skálin sé tandurhrein, ef minnsta...

Blóðgreip marmelaði

Blóðgreip marmelaði

3-4 krukkur 3 blóðgreip 1 sítróna, safi af henni 1.2 líter vatn 1 kg sykur Þvoið greipávöxtinn mjög vel og skerið síðan börkinn utan af honum. Reynið að taka eins lítið af hvíta berkninum sem er undir berkinum og þið getið. Skerið börkinn í fínar ræmur....

Sandkaka

Sandkaka

Mörg okkar eiga góðar minningar um mat. Þær eru margar bernskuminningarnar sem ég á um þessa köku. Amma mín á Skólavörðustígnum bakaði hana mjög oft, var reyndar fræg fyrir hana, og hafði hana alltaf með í nesti í sunnudagsbíltúrinn. Þessi kaka er svo...

Pönnukökur

Pönnukökur

Pönnukökur eru samofnar matarmenningu okkar og fátt þjóðlegra. Mínir krakkar lærðu að baka þær um 10 ára aldurinn og eru enn að. Hér eru þær bragðbættar með sítrónu en Frakkar bera þær gjarnan fram þannig. 200 g hveiti ½ tsk. salt ¼ tsk. matarsódi 1 msk....

Kanelsnúðar

Kanelsnúðar

Hver man ekki eftir kanelsnúðum eins og amma gerði. Þetta er frekar stór uppskrift enda voru þessir snúðar oft bakaðir sem hversdagsbakstur einu sinni í viku á mörgum heimilum. Mín börn eiga minningar um þessa snúða hjá ömmu sinni og fengu þau “skapadjús”...

Kúrenukökur - Nönnukökur

Kúrenukökur - Nönnukökur

Mamma bakaði þessar alltaf fyrir jólin. Ég er nýlega farin að baka þær sjálf en ég týndi uppskriftinni og er nýbúin að finna hana aftur. Hitti vinkonu ömmu minnar hana Dísu rétt fyrir jól og í spjalli kom fram að hún var nýbúin að senda syni sínum fullan...

Peruterta

Peruterta

Peruterta var ein af þeim tertum sem maðurinn minn ólst upp við og kom með uppskriftina með sér þegar við byrjuðum að búa saman. Hún er bökuð reglulega og er uppáhalds tertan í hans fjölskyldu. Uppskriftin birtist í Ljóma-smjörlíkis bækling fyrir löngu...

Koníaksterta

Koníaksterta

Falleg og fínleg og var uppáhaldskaka pabba míns. Líklega fínlegt koníaksbragðið sem hefur heillað. Þessi er frekar lítil, líklega fyrir 8 en undurgóð á bragðið. 200 g hnetukjarnar 120 g flórsykur 4 eggjahvítur Á milli. 4 dl rjómi 1-2 msk. koníak Ofan...