Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði
Hér er ein terta úr smiðju mömmu. Þessi sýnir svolítið tíðarandan í tertubakstri í kringum 1980 marensbotnar með döðlum og saltmöndlum og vanillukrem á milli. Mér finnst þessi terta alltaf jafngóð og baka hana gjarnan fyrir afmæli og veislur. Hef stækkað...
Konfekttertan hefur fylgt mér lengi og var ein af fyrstu kökunum sem ég skrifaði inn í uppskriftabókina mína þegar ég byrjaði að búa. Hún var bökuð fyrir öll afmæli og veislur og öllum þótti hún afbragðs góð og hún var uppáhalds kakan hans pabba. 3 egg...
8-10 sneiðar Bananarúlluterta hefur verið í uppáhaldi hjá okkur í mörg ár. Stundum er hún bökuð á með kaffinu á sunnudögum en oftar er hún eftirréttur þegar fjölskyldan kemur saman á sunnudegi í mat. Hún dugar fyrir 8-10 í eftirrétt er undurgóð og uppáhald...
Baby Ruth kaka var í öllum tertuboðum hér á árunum 1980 - 1990. Þessi kaka var uppáhald margra á mínu heimili og alltaf bökuð fyrir afmæli. Þá var rjóma sprautað utan um hana allan hringinn með rjómasprautu, það var tískan í þá daga. Salthneturnar eru...
17 júní er haldin hátíðlegur hér á bæ og þessi fallega jarðaberjakaka sómir sér vel á veisluborðinu. 4 egg 120 g sykur 100 g hveiti ½ tsk. lyftiduft 50 g smjör brætt og kælt lítillega Hitið ofninn í 180°C. Þeytið egg og sykur saman þar til blandan er...
Þessi kaka er ein af mínum uppáhalds. Hún minnir á kaneltertuna að því leiti að hún er með stökkum smjörbotnum og lögð saman með rjóma. Hér er rjóminn bragðbættur með kaffi og valhnetum sem gerir hana ómótstæðilega. Kakan er stökk þegar nýbúið er að setja...
Ég uppgvötaði þessa köku þegar ég var að gera þátt um amerískar köku og brauðuppskriftir fyrir Gestgjafann. Hún er uppáhald barnanna minna og oft beðið um hana í afmæli. Botnarnir eru ljósir og mjúkir og kremið er dásamlegt vanillukrem. Algjör dásemd...
Mamma var ástríðubakari og gerði margar góðar kökur. Ískakan hér var ein af hennar uppáhalds. Uppskriftina fann hún í Norsku blaði en þar hét hún þessu nafni “ísterta Solveigar”og fannst mömmu skondið að finna kökuuppskrift tileinkaða sama nafni og hennar....
Hver man ekki eftir þessari? Aðaltertan í hverju boði og hún var til í mismunandi útgáfum á hverju heimili. Amma setti oft berjamauk líka á milli botnanna svo og makrónukökur, rifið súkkulaði og stundum vanillukrem ef vel lá á henni, það fannst mér ótrúlega...
Frakkar halda mikið upp á vatnsdeigið sem við hér heima notum í bolludagsbollur. Þeir gera allskyns flottar kökur og eftirrétti úr deiginu og leika með það á ýmsa vegu m.a. með því að setja stökkann topp ofan á það. Þeir kalla þessar bollur "Choux craquelin"...