750 grammes
All our cooking blogs Follow this blog Administration + Create my blog

lifanjota

Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði

Mokkakaka með valhnetum

Mokkakaka með valhnetum

Þessi kaka er ein af mínum uppáhalds. Hún minnir á kaneltertuna að því leiti að hún er með stökkum smjörbotnum og lögð saman með rjóma. Hér er rjóminn bragðbættur með kaffi og valhnetum sem gerir hana ómótstæðilega. Kakan er stökk þegar nýbúið er að setja...

Frönsk karlotta með súkkulaði og perum

Frönsk karlotta með súkkulaði og perum

“Au Coeur Du Rohan” í 5 hverfi í París var uppáhalds kaffihúsið mitt þegar ég bjó í París. Þetta var reyndar tehús í gamaldags stíl, þykkar velúrgardínur, blúndudúkar, gömul rósótt stell og það sem var svo spennandi við kaffihúsið var skenkur við einn...

Rjómaterta

Rjómaterta

Hver man ekki eftir þessari? Aðaltertan í hverju boði og hún var til í mismunandi útgáfum á hverju heimili. Amma setti oft berjamauk líka á milli botnanna svo og makrónukökur, rifið súkkulaði og stundum vanillukrem ef vel lá á henni, það fannst mér ótrúlega...

Jólakaka

Jólakaka

Jólakaka hefur alltaf verið í uppáhaldi. Heilar kardimommur, steyttar eru ómissandi í kökuna og mér finnast stórar rúsínur bestar. Jólakakan er ein af þeim kökum sem mér finnast fulltrúi fyrir þjóðlegan bakstur 175 g smjör, mjúkt 175 g sykur 2 egg, stór...

Dísudraumur - Draumterta

Dísudraumur - Draumterta

Þessi fallega terta er sannarlega drottningin á veisluborðinu. Uppskriftina eiga margir og margar fjölskyldur sem eiga hana sem uppáhaldstertuna. Ég baka hana í 22cm formum svo hún verði há og glæsileg. Hún er best daginn sem hún er bökuð. Draumterta...