750 grammes
All our cooking blogs Edit post Follow this blog Administration + Create my blog

Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði

Ricciarelli - möndlukökur frá Sienna

Ricciarelli - möndlukökur frá Sienna

Ég fór á Ítalskt matreiðslunámskeið hjá Caldesi sem rekur veitingastað í Marylebone í London. Það lærði ég að baka þessar fallegu möndlukökur sem eru frá heimaborg hans Sienna. Kökurnar eru einfaldar í sjálfu sér en þær eru mótaðar með tveim skeiðum og húðaðar með flórsykri. Amma notaði alltaf þessa tækni við að gera fiskbollur þannig að eftir að hafa fylgst með ömmu gegnum árin með sína fimu fingur og lært af henni var þetta auðsótt. Kökurnar sóma sér vel á veisluborði og má gjarnan hafa annan lit á þeim. Á Ítalíu eru þær alltaf náttúrulegar á litinn en mér finnst fallegt að sjá hvernig bleiki liturinn nýtur sín. 

50 stk.

350 g möndlumjöl, eða malaðar afhýddar möndlur

125 g flórsykur

75 g hveiti

1 tsk. lyftiduft

6 eggjahvítur (180 g )

40 g sykur

¼ tsk. möndludropar ef þið viljið meira möndlubragð, má sleppa

Til að velta upp úr:

130 g flórsykur

Hitið ofninn í 155°C (150°C á blástur).

Setjið bökunarpappír á 2x bökunarplötur. Setjið möndlumjöl í skál og sigtið flórsykur, hveiti og lyftiduft út í. Þeytið eggjahvítur þar til þær eru stífar, bætið sykri í, einni skeið í einu á meðan hrærivélin gengur áfram. Hrærið 2-3 mín í viðbót, bætið möndludropum í ef þið notið þá. Blandið möndlublöndunni varlega saman við marensinn með sleikju. Sigtið flórsykur í skál. Takið 2 skeiðar, teskeiða-stærð eða örlítið stærri. Ég notaði skeiðar sem voru hér áður kallað barnaskeiðar, sama stærð og jólaskeiðarnar gömlu, með þeim fékk ég 50 stk. af kökum. Takið skeiðarnar og formið bollur með því að velta þeim á milli skeiðanna, setjið þær síðan í flórsykurinn og veltið varlega upp úr. Raðið kökunum á ofnplöturnar og hafið örlítið bil á milli. Uppskriftin á að passa á 2x plötur. Bakið kökurnar í 15 mín. Þær eiga að vera svolítið seigar að bíta í, þær eru fyrst mjúkar en breytast þegar þær kólna. Dásamlegar með kampavíni í veisluna. Kökurnar geymast í loftþéttu boxi í viku en ef þið ætlið að geyma þær lengur er upplagt að frysta þær. Geymast þannig í 9 mánuði.    

Back to home page
Share this post
Repost0
To be informed of the latest articles, subscribe:
Comment on this post