750 grammes
All our cooking blogs Edit post Follow this blog Administration + Create my blog

Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði

Konfektkökur með súkkulaði

Konfektkökur með súkkulaði

50-60 stk.

200 g smjör, mjúkt

220 g hveiti

1 tsk. matarsódi

180 g sykur

140 g púðursykur

80 g kornflex

160 g haframjöl

100 g kókosmjöl

2 egg

1 tsk. vanilludropar

Ofan á: 150 g súkkulaðidropar

Hitið ofninn í 180°C (175°C á blástur). Setjið allt hráefnið í kökurnar í hrærivélaskál og hrærið saman með hræraranum. Setjið bökunarpappír á 2x ofnplötur. Hnoðið litlar kúlur (þær stækka við bakstur) og raðið á plötuna. Setjið súkkulaðidropa ofan á hverja köku og þrýstið létt á hann svo hann festist. Bakið kökurnar í 10 mín. Það er alltaf erfitt að gefa upp nákvæman tíma og hita í bakstri því miklu getur munað á hita milli ofna. Gott er að taka eina köku út eftir 8 mín skera hana í tvennt og athuga hvort hún er bökuð innan í. 8-10 mín er yfirleitt bökunartíminn. Kælið kökurnar. Þær geymast vel á köldum stað í þéttum kökudunk.

Back to home page
Share this post
Repost0
To be informed of the latest articles, subscribe:
Comment on this post