750 grammes
All our cooking blogs Edit post Follow this blog Administration + Create my blog

Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði

Napóleonskökur

Napóleonskökur

Napóleonskökur eru nú næstum hættar að sjást í bakaríunum. Þeir sem eldri eru muna örugglega eftir þessum girnilegu kökum sem fengust í öllum betri bakaríum í bænum fyrir um 20-30 árum. 

8 stór stykki

4 plötur smjördeig

1 pakki vanillubúðingur

4 dl rjómi

1 tsk. vanillusykur eða dropar

1 dl hindberjasulta

1 ½ dl kakómalt 8 kirsuber

Hitið ofninn í 220°C. Fletjið deigplöturnar út í ferhyrninga um 12x32 cm. Setjið bökunarpappír á 2 plötur og leggið deigið á plöturnar, pikkið létt mað gaffli á deigið. Það er gert svo kökurnar lyfti sér jafnt. Bakið í um 10 mín eða þar til það er fallega gullið. Látið kökurnar kólna. Lagið sterka blöndu af vanillubúðinginn úr helmingnum af mjólkinni sem gefin er upp. Þeytið rjómann. Setjið svolítið af rjómanum út í vanillubúðinginn og smakkið til með vanillusykri eða dropum. Smyrjið sultu á 2 kökubotnana, setjið vanillubúðing ofan á og rjóma þar ofan á. Leggið kökubotn á rjóman, pressið aðeins á og jafnið rjómanum á hliðunum svo þær verði jafnar. Hrærið smávegis af vatni út í kakómaltið svo það verði passlega þykkt og smyrjið ofan á kökuna. Skerið hverja köku í 4 bita og setjið kirsuber á toppinn. Þessar kökur voru líka oft með bleikum glassúr ofan á.

Back to home page
Share this post
Repost0
To be informed of the latest articles, subscribe:
Comment on this post