Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði
Ein af elstu kökuuppskriftum sem til eru er líklega uppskrift að lagtertu. Heimildir eru til um slíka köku í matreiðslubók frá árinu 1615. Lagkaka með sultu og kremi hefur verið vinsæl gegnum aldirnar í Bretlandi og er jafn tengd þjóðarsálinni þar og kleinur og pönnukökur eru okkar. Kakan var uppáhald Viktoríu drottningar sem fékk sér gjarnan sneið með eftirmiðdagsteinu sínu.
12 sneiðar
200 g sykur
200 g smjör, mjúkt
4 egg ( 3 ef þau eru mjög stór)
200 g hveiti
1 tsk. lyftiduft
2 msk. mjólk
200 g góð sulta
Hitið ofninn í 190°C. Hrærið saman sykur og smjör þar til það er ljóst og kremkennt. Bætið eggjum út í einu í einu, setjið 1-2 msk af hveitinu út í ef blandan fer að skilja sig, hrærið allt vel saman í 3-4 mín. Sigtið hveiti með lyftiduftinu út í hræruna og blandið saman við ásamt mjólkinni. Smyrjið tvö 22 cm lausbotna form með smjöri eða olíu og jafnið deiginu í formin. Bakið í miðjum ofni í 20 mín. Kælið botnana aðeins og losið þá síðan úr formunum. Leggið þá saman með sultu og smjörkremi. Smjörkrem: 100 g smjör, mjúkt 140 g flórsykur, sigtaður 1 tsk. vanilludropar Hrærið allt mjög vel saman.