Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði
Granólaterta var vinsæl kaka á mörgum kaffihúsum hér um árabil þegar boðið var upp á “heimabakaðar” kökur og tertur þar. Þegar ég vann á Gestgjafanum var beðið um þessa uppskrift frá kaffihúsi hér í bænum. Karamellan er það sem gefur henni karakterinn og gerir hana ótrúlega góða.
10 sneiðar
5 egg
200 g sykur
60 g granóla
20 g kornflex
80 g súkkulaði, saxað
100 g hnetur, má vera hvað sem er eða blandað, valhnetur, heslihnetur eða möndlur.
Hitið ofninn í 180°C. Þeytið egg og sykur mjög vel saman eða þar til blandan er ljós og froðukennd. Bætið öllu út í og blandið saman við með sleikju. Setjið bökunapappír á botninn á 2 x 24 cm springformum og penslið með matarolíu á hliðarnar. Skiptið deiginu í formin og bakið í 20 mín. Deigið er fyrirferðamikið og þarf því að nota djúp form, kakan verður há þegar hún bakast en fellur svo niður þegar hún kemur út og botnarnir verða svolítið konfektlegir. Losið botnana úr formunum þegar þeir hafa kólnað aðeins og hvolfið þeim á bökunarpappír. Leggið kökuna saman með þeyttum rjóma. Best er að láta hliðina sem sneri að pappírnum snúa upp, þá er verður karamellan fallegri ofan á.
Á milli:
4 dl rjómi, þeyttur
Karamella:
2 dl rjómi
120 g sykur
2 msk. síróp
50 g smjör vanilludropar S
jóðið rjóma, sykur og síróp saman í potti í 9-10 mínútur eftir að suðan er komin upp. Þið þurfið að hræra í annars lagið og fylgjast með hitanum svo karamellan sjóði ekki upp úr. Þegar hún er tilbúin er hún farin að þykkna svolítið, bætið þá smjöri út í og hrærið vel í. Látið karamelluna kólna dálitla stund í pottinum og hellið henni síðan yfir kökuna. Þetta er góð uppskrift að karamellu sem má nota í ýmislegt annað.