750 grammes
All our cooking blogs Edit post Follow this blog Administration + Create my blog

Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði

Kókoskaka með súkkulaði

Kókoskaka með súkkulaði

Hér er uppskrift úr safni mömmu minnar. Þessi terta var bökuð fyrir allar veislur og afmæli og var alltaf jafn vinsæl og var uppáhaldskaka Siggu ömmu. Þegar við bökuðum hana í þá daga var 70% súkkulaði ekki til hér á landi. Nú er úrvalið berta og ég farin að nota gæðasúkkulaði  í kremið og það gerir þessa góðu tertu enn betri. 

Fyrir 10

Botn:

4 eggjahvítur

140 g flórsykur

140 g kókosmjöl

1 tsk. vanilludropar

Hitið ofninn í 150°C. Þeytið eggjahvítur og flórsykur saman þar til blandan er vel stíf. Bætið kókosmjöli og vanilludropum út í og blandið saman við með sleikju. Setjið deigið í smurt lausbotna form 22-24 cm á breidd. Bakið kökuna á neðstu rim í 40-45 mín. Látið hana kólna, losið síðan kökuna varlega úr forminu og setjið hana á tertudisk.

Krem:

100 g 70% súkkulaði

100 g smjör

4 eggjarauður

60 g flórsykur

Ofan á:

3 dl rjómi

Bræðið súkkulaði og smjör saman við vægan hita í vatnsbaði eða í örbylgjuofni. Þeytið eggjarauður og flórsykur saman þar til blandan er létt og loftkennd. Bætið súkkulaðiblöndunni út í eggjamassann og blandið vel saman, passið að hún sé ekki of heitt. Látið kremið stífna aðeins í ísskáp og smyrjið því síðan ofan á kökuna. Þeytið rjómann og jafnið honum í form sem er jafnstórt og kakan var bökuð í, frystið í a.m.k. 2 klst. setjið rjómann ofan á kökuna. 

Back to home page
Share this post
Repost0
To be informed of the latest articles, subscribe:
Comment on this post