750 grammes
All our cooking blogs Edit post Follow this blog Administration + Create my blog

Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði

Gáteaux de riz - Frönsk hrísgrjónakaka með karamellu

Hrísgrjónakaka er vinsæl í löndunum við Miðjarðahafið og til í mörgum útfærslum. Ég kynntist henni í Frakklandi en þar er karamella gjarnad látin malla með kökunni. Þessi uppskrift er einföld, oft er kakan bragðbætt með rúsínum og rommi. Kakan er gjarnan borin fram sem eftirréttur að vetri til en eins og margið vita borða Frakkar eftir árstíðum og borða gjarnan þyngri mat að vetri til. 

Gáteaux de riz - Frönsk hrísgrjónakaka með karamellu

150 g grautargrjón eða risottó-grjón

750 ml (7 ½ dl) mjólk

½ -1 vanillustöng (fer eftir stærð)

160 g sykur

3 stór egg

1 tsk. vanilludropar eða eftir smekk

 

Setjið hrísgrjónin í pott ásamt mjólk, vanillukornum og vanillustöng og sjóðið í 25 mín við meðalhita. Bætið 80 g af sykrinum út í, setjið í skál og kælið svolítið.

Hitið sykur á pönnu þar til hann verður gullinbrúnn, bætið 2 msk. sjóðandi vatni í og látið sjóða í karamellu. Hellið henni síðan í 22 cm form. Formið verður að vera heilt, ekki smelluform því það getur lekið. Hitið ofninn í 150°C.

Fjarlægið vanillustöngina úr grjónablöndunni, bætið eggjum í og smakkið til með vanilludropum. Hellið grjónablöndunni ofan á karamelluna.  Bakið þetta í 30 mín. Látið kólna góða stund og hvolfið síðan á fat eða djúpt form.

 

Vanillustöng:

Vanillustöng er klofinn eftir endilöngu og kornin sem eru inn í henni skafin úr. Stundum eru bæði kornin og stöngin notuð eins og hér því stöngin gefur bragð en stundum eru kornin bara notuð. Þegar þannig er er gott að klippa stöngina niður og setja í krukku með hrásykri eða sykri og geyma til að nota seinna þegar ykkur vantar vanillusykur. Vanillustöng sem hefur soðið með mjólk er hins vegar fleygt.

Back to home page
Share this post
Repost0
To be informed of the latest articles, subscribe:
Comment on this post