Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði
Ítölsk og gómsæt er það kemur upp í hugann þegar þú smakkar þessa látlausu köku. Auðvitað verður þú samt að elska möndlur eins og ég. Ítalir eru snillingar í kökugerð með möndlum og það er alltaf eitthvað yndislegt og hversdagslegt við þeirra kökur.
4 stór egg, aðskilin
150 g sykur
1 appelsína, fint rifinn börkur og safi
120 ml (1 ¼ dl) ólífuolía
1/8 tsk. möndludropar
300 g möndlumjöl
½ tsk. lyftiduft
40 g möndluflögur
Flórsykur til að sigta yfir
Hitið ofninn í 180°C. Stífþeytið eggjahvítur í skál, setjið til hliðar. Setjið sykur og eggjarauður í skál og þeytið saman þar til létt og ljóst. Bætið appelsínuberki, appelsínusafa, ólífuolíu og möndludropum út í og blandið vel.
Blandið möndlumjöli og lyftidufti saman í skál og bætið út í. Hrærið saman þar til samlagað. Bætið eggjahvítum út í og blandið varlega saman við. Klæðið 22 cm form með bökunarpappír og hellið deiginu í formið. Stráið möndluflögum yfir. Bakið kökuna í 40 mín. Kælið hana svolítið, losið um barmana og setjið kökuna á tertudisk. Sigtið flórsykur yfir og berið fram.