Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði
Mér finnst mjög gott að setja bæði kardimommur og kanel í snúða. Kardimommur koma með svo sérstakt og spennandi bragð. Þessir snúðar eru mjög góðir en það gerir smjörið en deigið er gert eins og "brioche" brauðið sem Frakkar elska.
16 stk.
Snúðadeig:
550 + 50 g hveiti
70 g sykur
1 tsk. sjávarsalt
2 tsk. þurrger
2 dl mjólk
3 egg stærð M/L
150 g smjör, mjúkt
Setjið 550 g hveiti, sykur og salt í hrærivélaskál, blandið saman. Stráið þurrgeri og salti í og blandið saman við. Hitið mjólkina vel volga. Bætið eggjum í mjólkina og pískið saman. Passið að blandan sé fingurvolg (37°C). Hellið mjólkurblöndunni út í hveitið og setjið hrærivélina á rólegan hraða, notið hnoðarann, hnoðið vel saman eða í um 8 mín. Bætið nú smjörinu í, smátt og smátt, góða klípu í einu. Látið vélina ganga þar til smjörið er komið vel saman við. Bætið þá 50 g af hveiti í og hnoðið í aðrar 8 mín eða þar til deigið er samfellt í kúlu og sleppir skálinni. Látið hefast undir klút í klukkutíma.
Hrærið smjörblönduna saman. Skiptið deiginu í tvo hluta og dustið hveiti á borðið.
Takið annan hlutann og fletjið út í ferning ca. 45x60. Smyrjið helmingnum af kanelsmjörinu á helminginn af deiginu eftir lengri hliðinni og leggið hinn helminginn yfir. Skerið í jafna hluta og rúllið upp í snúða. Raðið í múffuform eða ofnskúffu sem er 40x30. Passið að hafa gott bil á milli því snúðarnir stækka mikið. Farið eins að við hinn helminginn af deiginu. Látið eftirhefast í a.m.k. 30 -60 mín. Hitið ofninn í 190°C og bakið í 15 mín. Setjið glassúr eða stráið flórsykri yfir.
Smjörblanda:
150 g vel mjúkt smjör
150 g púðursykur
1 tsk. kanell
1 tsk. malaðar kardimommur
Setjið allt í skál og hrærið vel saman.
Glassúr:
150 g flórsykur
sítrónu eða appelsínusafi ásamt örlitlu vatni
Sigtið flórsykurinn í skál og hrærið vökva saman við þar til hæfilegri þykkt er náð.