750 grammes
All our cooking blogs Edit post Follow this blog Administration + Create my blog

Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði

Engiferkökur með súkkulaði

Sultað engifer var mikið notað í bakstur fyrir langa löngu, eins voru sultaðir ávextir vinsælir, engifer, mandarínur, perur, ananas og fleira og sést þessi vara gjarnan á mörkuðum í Evrópu fyrir jólin. Smjörkökur, engifer og súkkulaði er himnesk blanda og ekki spillir fyrir að þær eru fljótlegar. Sultað engifer fæst í krukku frá merkinu Opies. 

Engiferkökur með súkkulaði

50-60 stk.

 

250 g hveiti

180 g smjör

150 g sykur

½ tsk. hjartarsalt

1 egg

2 msk. sultað engifer saxað

100 g súkkulaði

 

Hitið ofninn í 200°C. Myljið smjörið saman við hveitið. Bætið sykri, hjartarsalti, eggi og sultuðu engifer saman við. Hnoðið deigið vel saman. Rúllið deiginu í fingurþykkar pylsur og skáskerið í stykki. Þrýstið með gaffli á ská til að fletja þær aðeins út. Raðið kökunum á smjörpappírsklædda bökunarplötu og bakið 6-7 mín. Bræðið súkkulaðið við vægan hita og setjið í kramarhús. Sprautið súkkulaðinu á kökurnar þegar þær hafa kólnað aðeins.

 

Back to home page
Share this post
Repost0
To be informed of the latest articles, subscribe:
Comment on this post