Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði
Konfekttertan hefur fylgt mér lengi og var ein af fyrstu kökunum sem ég skrifaði inn í uppskriftabókina mína þegar ég byrjaði að búa. Hún var bökuð fyrir öll afmæli og veislur og öllum þótti hún afbragðs góð og hún var uppáhalds kakan hans pabba.
3 egg
100 g sykur
100 g heslihnetur, saxaðar fínt
2 msk. hveiti
½ tsk. lyftiduft
3-4 msk. sjerrý
4-5 msk. apríkósusult
200 g marsípan
100 g súkkulaði
2 msk. rjómi
Hitið ofninn í 180°C. Þeytið egg og sykur mjög vel saman. Bætið heslihnetum, hveiti og lyftidufti varlega saman við með sleikju. Setjið bökunarpappír á botninn á 24 cm stóru smelluformi og smyrjið hliðarnar með olíu. Hellið deiginu í formið. Bakið á neðstu rim í 20 mín. Látið botninn kólna og setjið hann á tertudisk. Dreypið sjerrí yfir botninn og smyrjið síðan apríkósusultu yfir. Rúllið marsípanið út í flata köku á stærð við kökuna og leggið það ofan á. Bræðið súkkulaði með rjómanum í skál í vatnsbaði og smyrjið því síðan yfir marsípanið. Berið kökuna fram með léttþeyttum rjóma.