750 grammes
All our cooking blogs Edit post Follow this blog Administration + Create my blog

Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði

Pignoli - ítalskar marsípankökur

Pignoli - ítalskar marsípankökur

Pignoli eru ítalskar marsípan smákökur með furuhnetum ofan á. Þær hafa verið fastur liður á veisluborðinu hjá okkkur sérstaklega þegar boðið er upp á kampavín. Þær eru bæði fallegar og mjög góðar. Ég hef gjarnan litlar súkkulaðibrúnkur á eftirréttaborðinu sem eru mjög ólíkar þessum og passar því vel á borðið. 

300 g möndlumassi (hrámassi)

3 eggjahvítur

140 g flórsykur

100 g furuhnetur

 

Hitið ofninn í 160°C. Leggið bökunarpappír á 2 bökunarplötur. Setjið matarolíu í eldhúsbréf og strjúkið á pappírinn. Hrærið möndlumassann í hrærivél þar til hann verður mjúkur. Bætið helmingnum af eggjahvítunni út í og hrærið saman í eina mínútu. Bætið nú helmingnum af flórsykrinum út í á meðan hrærivélin er á lægstu hraðastillingu og hrærið aðra mínútu. Bætið hinum hlutanum af hvítunni og flórsykrinum út í og hrærið áfram vel saman. Notið tvær teskeiðar og setjið deigið í toppa á bökunarplötuna og setjið nokkrar furuhnetur á hverja köku. Passið af raða ekki of þétt því þær renna út. Bakið í 20-25 mín.

Back to home page
Share this post
Repost0
To be informed of the latest articles, subscribe:
Comment on this post