Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði
Hér er ein terta úr smiðju mömmu. Þessi sýnir svolítið tíðarandan í tertubakstri í kringum 1980 marensbotnar með döðlum og saltmöndlum og vanillukrem á milli. Mér finnst þessi terta alltaf jafngóð og baka hana gjarnan fyrir afmæli og veislur. Hef stækkað hana og gert í ofnskúffu og tekist vel til. Þessi uppskrift er fyrir 8-10.
4 eggjahvítur
200 g sykur
100 g súkkulaði, saxað
1 dl salthnetur, saxaðar
1 dl döðlur, saxaðar eða klipptar niður
Hitið ofninn í 180°C blástur. Setjið bökunarpappír á 2x ofnplötur og teiknið 22 cm hringi á hvora plötu. Setjið eggjahvítur í tandurhreina skál og þeytið saman, bætið sykri út í smátt og smátt og þeytið síðan áfram þar til blandan er stífur marens. Bætið salthnetum og döðlum í marensinn og blandið saman með sleikju. Skiptið blöndunni á milli á pappírinn og bakið botnana í 30 mín. Látið botnana kólna svolitla stund og losið þá síðan varlega af pappírnum. Setjið annan botninn á tertudisk og dreypið helmingnum af sjerríinu á hann. Setjið eggjakremið ofan á og hinn botninn ofan á kremið og vætið í með því sem er eftir af sjerrí. Jafnið rjómanum ofan á kökuna og raðið síðan ávöxtum eins og ykkur hugnast.
ofan á:
3 msk. sjerrí
2 ½ dl rjómi, þeyttur
mangó, melónur, kivi, jarðaber ferskir ávextir sem fást í það skiptið
Á milli botnana:
3 eggjarauður
2 msk. sykur
2 ½ dl rjómi, þeyttur
150 g makrónur, muldar niður
Þeytið saman eggjarauður og sykur þar til létt og ljóst. Blandið þeyttum rjóma saman við með sleikju og blandið síðan makrónum varlega saman við.