Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði
Mamma bakaði þessa lagtertu alltaf fyrir jólin. Hún bakaði aldrei klassíska lagtertu en ömmusystur mínar bökuðu hinsvegar mjög góða lagtertu. Mér fannst þessi lagterta alltaf ótrúlega góð og fannst jólin koma þegar ilmurinn af henni fyllti húsið.
250 g smjör
250 g sykur
4 egg
250 g hveiti
1 tsk. lyftiduft
4 msk. kakó
4 msk. mjólk
Hitið ofninn í 175°C. Hrærið saman smjör og sykur þar til það er ljóst og létt. Bætið eggjum út í einu í einu, hrærið vel í á milli. Sigtið hveiti, lyftiduftog kakó út í, bætið mjólk út í og blandið vel. Smyrjið eða setjið smjörpappír í stóra ofnskúffu. Jafnið deiginu í ofnskúffuna og bakið í 15-20 mín. Skiptið deiginu í fjóra parta.
Krem:
250 g flórsykur
100 g smjör mjúkt
1 eggjarauða
Hrærið flórsykur og smjör saman, bætið eggjarauðu út í og hrærið vel. Smyrjið kreminu á milli botnana.