750 grammes
All our cooking blogs Edit post Follow this blog Administration + Create my blog

Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði

Banana rúlluterta

Banana rúlluterta

8-10 sneiðar

Bananarúlluterta hefur verið í uppáhaldi hjá okkur í mörg ár. Stundum er hún bökuð á með kaffinu á sunnudögum en oftar er hún eftirréttur þegar fjölskyldan kemur saman á sunnudegi í mat.  Hún dugar fyrir 8-10 í eftirrétt er undurgóð og uppáhald allra barna. Spariútgáfan er með fullt af sneiddum banönum, jarðaberjum og bræddu súkkulaði ofan á, nammi namm.

4 egg
160 g sykur
65 g kartöflumjöl
2 tsk. lyftiduft
3 msk. kakó

4 bananar
4 dl rjómi

20 g súkkulaði, saxað eða rifið gróft

sítrónusafi til að kreista yfir bananana


Hitið ofninn í 250°C, 220 á blástur. Þeytið egg og sykur mjög vel saman eða þar til það er létt og loftmikið. Blandið kartöflumjöli, lyftidufti og kakó saman og sigtið út í eggjamassann, blandið varlega saman með sleikju. Setjið bökunarpappír í ofnskúffu, smyrjið pappírinn með matarolíu. Hellið deiginu í formið og bakið kökuna í miðjum ofni í 4 -5 mín. Setjið örk af bökunarpappír á borðið, stráið svolitlum sykri á hann. Hvolfið kökunni á pappírinn, látið kólna smástund og flettið pappírnum síðan varlega af. Ef það reynist erfitt að ná pappírnum af er ráð að setja rakt viskustykki ofan á smástund og fletta kökkunni af pappírnum með hníf. Látið kökuna kólna.
Þeytið rjómann, takið smávegis frá til að skreyta með. Stappið 3 banana og blandið saman við rjómann sem fer í fyllinguna. Smyrjið bananarjómanum á kökuna og rúllið henni upp. Sprautið eða setjið rjóma ofan á rúlluna með skeið og skreytið með banananasneiðum. Kreistið sítrónusafa yfir bananana svo þeir verði ekki brúnir. Stráið súkkulaði ofan á.

 

Back to home page
Share this post
Repost0
To be informed of the latest articles, subscribe:
Comment on this post