Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði
Góðar eplakökur eru uppáhald margra. Hér er ein uppskrift sem hefur slegið í gegn á mínu heimili og sú kaka sem ég er oftast beðin um að koma með í pálínuboð. Epli og karamella, hver stenst það.
12 sneiðar
2 stór epli, gott að nota súr epli t.d. Granny Smith
2 stór egg
270 g hveiti
220 g sykur
½ tsk. salt
¾ tsk. matarsódi
1 ½ dl olía
2 tsk. vanilludropar
¾ dl eplasafi
70 g pecanhnetur, saxaðar gróft
Stillið ofninn á 175°C eða 170°C á blástur. Afhýðið eplin og kjarnhreinsið og skerið í bita í munnbitastærð. Þeytið eggin saman í hrærivél eða með þeytara þar til þau eru ljós og loftmikil, þetta tekur u.þ.bl. 6-8 mín. Blandið þurrefnum saman í skál, þ.e. hveiti, sykri, salti og matarsóda og hrærið saman svo blandist. Hellið olíunni út í eggin á meðan vélin gengur. Stoppið vélina og bætið eplasafa, eplum og þurrefnum út í eggjahræruna og blandið öllu vel saman með sleikju. Fóðrið botn á 26 cm breiðu smelluformi með bökunarpappír. Gott að smella gjörðinni utanum pappírinn. Setjið deigið í formið og bakið þetta í 40 mín. Hellið helmingnum af sósunni yfir og berið síðan þeyttan rjóma og karamellusósu fram með henni.
Karamellusósa:
120 g púðursykur
50 g smjör
1 ¼ dl rjómi
1 tsk. vanilludropar
Setjið púðursykur, smjör og rjóma ó pott og látið sjóða saman í 3-4 mín. Takið af hitanum og bætið vanilludropum út í.