Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði
Það er alveg nauðsynlegt að kunna eina uppskrift að góðri eplaköku. Nýbökuð eplakaka með þeyttum rjóma getur gert kraftaverk. Þessi uppskrift er frekar hefðbundin og kemur frá vinkonu hennar mömmu minnar og sú sem mamma bakaði oftast. Sítrónubörkurinn gerir mikið og Granny Smith eplin eru mjög góð í þessa köku.
125 g smjör, mjúkt
140 g sykur
2 egg rifið hýði af einni sítrónu
160 g hveiti
1 tsk. lyftiduft
3 msk. rjómi
2 stór epli, td. jónagold eða græn
2 msk. sykur
1 tsk. kanill
50 g valhnetur eða pecanhnetur
Stillið ofninn á 180°C (175°C á blástur). Hrærið smjör og sykur saman. Bætið eggjum út í einu í einu og síðan allt eftir röðinni. Flysjið eplin og skerið í þykka báta. Setjið deigið í 24cm smurt form. Raðið eplum ofan á. Blandið saman sykri og kanel og sáldrið sykrinum og hnetum ofan á. Bakið í 35-40 mín. Berið fram með léttþeyttum rjóma bragðbættum með vanillusykri.