750 grammes
All our cooking blogs Edit post Follow this blog Administration + Create my blog

Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði

Mokkakaka með valhnetum

Mokkakaka með valhnetum

Þessi kaka er ein af mínum uppáhalds. Hún minnir á kaneltertuna að því leiti að hún er með stökkum smjörbotnum og lögð saman með rjóma. Hér er rjóminn bragðbættur með kaffi og valhnetum sem gerir hana ómótstæðilega. Kakan er stökk þegar nýbúið er að setja hana saman en mýkri daginn eftir. Mér finnst hún mjög góð í báðum tilfellum. Botnana má frysta en best er að frysta hana án þess að fullgera hana og setja rjóma og súkkulaði á hana eftir að hún er tekin úr frysti. 

160 g smjör, mjúkt

160 g sykur

160 g hveiti

½ tsk. lyftiduft

Hitið ofninn í 220°C. Hrærið smjör og sykur saman þar til ljóst og kremkennt. Blandið hveiti og lyftidufti saman og blandið út í deigið. Teiknið 3x22 cm hringi á bökunarpappír og jafnið deiginu í hringina, þetta er best að gera með því að skipta deiginu í 3 hluta 160 g á hvern hring, jafna því aðeins út með hníf á pappírinn og nota síðan blauta fingur við að þrýsta deiginu út í jaðrana. Bakið nú botnana  í 6 -8 mín mín eða þar til þeir eru gullnir og girnilegir. Ef þið eigið 3 x 22 cm lausbotna form er líka hægt að nota þau. Látið botnana bíða aðeins og losið þá síðan úr formunum, þeir eru mjög stökkir. Kælið. Leggið botnana saman með fyllingunni og smyrjið súkkulaðiblöndunni ofan á. Skreytið með val- eða pecanhnetum.

Fylling:

2 tsk. skyndikaffi, leyst upp í örlitlu af heitu vatni

4 dl rjómi, þeyttur

1 msk. flórsykur

50 g valhnetukjarnar, saxaðir

Blandið öllu saman.

Ofan á:

80 g súkkulaði

4 msk. rjómi

8 valhnetukjarnar

Bræðið súkkulaði og rjóma saman í vatnsbaði við mjög vægan hita.

Back to home page
Share this post
Repost0
To be informed of the latest articles, subscribe:
Comment on this post