750 grammes
All our cooking blogs Edit post Follow this blog Administration + Create my blog

Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði

Sítrónubitar - Lemonbars

Sítrónubitar - Lemonbars

Ég er ein af þeim sem fá reglulega mjög mikla löngun í eitthvað með virkilega miklu sítrónubragði.  Bakstur með mikið af sítrónu er vinsæll um allan heim en þó mismunandi í hvaða mynd. Í Frakklandi eru til dæmis sítrónubökur með marensloki vinsælar og á Ítalíu og í Arabíulöndum möndlukökur gegnvættar með sætu sítrónusírópi. Vestan hafs eru þessir sítrónubitar það fyrsta sem fólki dettur í hug þegar alvöru sítrónukaka er nefnd. Þetta er stór uppskrift en bitana má frysta. Þeir eru góðir með te eða kaffi en líka undurljúfir sem eftirréttur með berjum. Uppskrift kemur upprunalega frá Ina Garter en ég hef minnkað sykur svolítið en það er mikið af sítrónu í uppskriftinni og þarf talsvert af sykri á móti. 

Uppskrift gefur 24 stk.

Botninn:

250 g smjör, mjúkt

110 g sykur

230 g hveiti

Hitið ofninn í 180°C. Hrærið smjör og sykur saman þar til vel samlagað og kremkennt. Blandið hveitinu saman við með sleikju.  Smyrjið ferkantað form, 32cm x 24cm með olíu eða smjöri. Jafnið deiginu á botninn á forminu, gott að dusta svolitlu hveiti á puttana og jafna því þannig. Bakið botninn í 15-20 mín eða þar til hann er farinn að taka lit. Kælið botninn svolítið, 10 mínútur er nóg og hellið síðan sítrónufyllingunni í formið. Bakið áfram í 30 – 35 mín eða þar til fyllingin er orðin nokkuð stíf. Skerið í bita og dustið flórsykri yfir. Sítrónubitana má gjarnan frysta og geymast þeir í 6 mánuði. Þeir geymast í loftþéttu íláti í ísskáp í tæpa viku.  

Sítrónufylling:

1 msk. sítrónubörkur

4-6 sítrónur, safinn af þeim á að ná 2 ½ dl

6 stór egg

480 g sykur

1 dl hveiti flórsykur til að dusta yfir

Byrjið á því að rífa börkinn af 1 sítrónu, þetta á að ná 1 msk, ekki hvíta hlutann, bara börk. Skerið sítrónur í tvennt og kreistið allan safann úr þeim. Misjafnt er hversu mikill safi er í sítrónum en ég giska á að þú þurfir 4-6 stk. Hrærið egg, sykur og hveiti í skál og bætið sítrónusafa og berki út í.

Back to home page
Share this post
Repost0
To be informed of the latest articles, subscribe:
Comment on this post