750 grammes All blogs Top blogs Food & Drink
All our cooking blogs Edit post Follow this blog Administration + Create my blog
MENU

Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði

Haframjölskaka mömmu

Haframjölskaka mömmu

Kata vinkona mín á margar frábærar kökuuppskriftir og er frábær bakari. Þessa köku bakaði hún fyrir kökublað Gestgjafans fyrir nokkrum árum. Uppskriftin er fá mömmu hennar sem bakaði kökuna alltaf á jólunum og hafði hana í eftirrétt á aðfangadagskvöld. Mamma hennar hafði súkkulaðiglassúr ofan á kökunni og jarðaber úr dós og bleytti í kökunni með safanum úr dósinni. Kata hefur gjarnan súkkulaðibráð ofan á kökunni og fersk jarðaber ofan á þegar þau fást. Þetta er yndisleg kaka og skemmtilega seig undir tönn sem mér finnst mjög gott. Ég er ekki alltaf með súkkulaðibráð ofan á, finnst kakan líka góð án hennar.

 

200 g smjör mjúkt

250 g sykur

2 egg

120 g hveiti

140 g haframjöl

2 tsk matarsódi

100 g súkkulaði saxað

100 g döðlur saxaðar

 

Á milli:

5 dl rjómi

 

Súkkulaðibráð:

125 g súkkulaði

1 dl rjómi

jarðarber

Hitið ofninn í 190°C. Hrærið saman smjör og sykur. Bætið eggjum út í einu í senn, hrærið vel saman. Bætið hveiti, haframjöli, lyftidufti, súkkulaði og döðlum út í og blandið vel saman. Setjið deigið í tvö smurð form 26 cm breið, það er ágætt að hafa skál með vatni til hliðar og bleyta fingurna til að jafna deiginu í formin. Bakið í 20 mín. kælið botnana.

Þeytið rjómann og setjið á milli.

Bræðið súkkulaði og rjóma saman og hellið kreminu yfir kökuna. Skreytið með jarðaberjum. Það er mjög gott að setja rjómann á milli botnana um morgunin svo kakan mýkist aðeins. Eins er gott að bleyta í botnunum með sjerrý eða ávaxtasafa.  

Back to home page
Share this post
Repost0
To be informed of the latest articles, subscribe:
Comment on this post