750 grammes
All our cooking blogs Edit post Follow this blog Administration + Create my blog

Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði

Döðlubrauð

Döðlubrauð

12 sneiðar 

500 g döðlur

2 ½ dl vatn

½ tsk. matarsódi

190 g smjör, mjúkt

100-130 g sykur

3 egg

260 g hveiti

2 tsk. lyftiduft

½ tsk. salt

Leggið heilar döðlur í bleyti í vatni og matarsóda yfir nótt.  Það er líka hægt að sjóða upp á þeim í vatninu, strá matarsóda yfir og láta bíða í 20 mín. Stillið ofninn  á 175°C. Hrærið smjör og sykur vel saman. Bætið eggjum út í einu í einu, hrærið vel saman. Sigtið hveiti og lyftidufti saman og bætið salti út í. Blandið hveitiblöndunni og döðlunum ásamt vökvanum af þeim út í. Hrærið saman í 2-3 mín. Fóðrið botn og lengri hliðarnar á 25 eða 30 cm löngu jólakökuformi með smjörpappír. Hellið deiginu í formið og sléttið það ofan á. Bakið neðst í ofni í 1 klst og 10-15 mín, stingið prjóni í til að athuga hvort það er tilbúið. Fylgist með því í lokin og setjið álpappír ofan á ef það er farið að dökkna of mikið. Döðlubrauðið geymist í allt að viku í kæliskáp og má líka frysta. Mjög gott að bera smjör með.

Back to home page
Share this post
Repost0
To be informed of the latest articles, subscribe:
Comment on this post