750 grammes
All our cooking blogs Edit post Follow this blog Administration + Create my blog

Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði

Skonsur

Skonsur

Það er ekkert auðveldara en baka skonsur þegar von er á gestum. Nýbakaðar skonsur, volgar með smjöri og osti eru freistandi og svo má nota reyktan lax, hangikjöt, salat eða hvað sem hugurinn girnist sem álegg. Hér áður var vinsælt að stafla þeim upp og setja majonessalat á milli og skera eins og köku. Flott í klúbbinn eða í veisluna.

Skonsur

6-8 stk.

300 g hveiti

50 g sykur

5 tsk.lyftiduft

2 ½ dl nýmjólk

2-3 egg

Hrærið hveiti, sykri og lyftidufti saman. Hellið mjólk út í og sláið vel saman. Bætið eggjum út í, einu í einu og hrærið vel saman.  Bætið evtv. aðeins meiri mjólk út í deigið, það á að vera eins og jólakökudeig að þykkt. Hitið pönnukökupönnu og bræðið 1 tsk af smjöri á henni, það má líka nota olíu. Smyrjið þykku lagi af deigi  á pönnuna og bakið í nokkrar mínútur, passið að hafa ekki of háan hita. Snúið kökunni við með spaða og bakið á hinni hliðinni. Uppskriftin gefur um 5-6 kökur.

Back to home page
Share this post
Repost0
To be informed of the latest articles, subscribe:
Comment on this post