750 grammes
All our cooking blogs Edit post Follow this blog Administration + Create my blog

Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði

Döðlukaka með karamellusósu

Döðlukaka með karamellusósu

Bretar eiga heiðurinn af þessari tegund af heitri döðluköku með karamellusósu. Upprunalega er karamella sett í botninn á forminu og bökuð með er þessi útfærsla er mun einfaldari. Bretar eru miklir sælkerar og margar góðar kökuuppskriftir koma frá þeim.  

Fyrir 10

250 g þurrkaðar döðlur

1 tsk. matarsódi

½  tsk. salt

120 g mjúkt smjör

60 g sykur

2 egg, stór

170 g hveiti

1 ½ tsk. lyftiduft

1 tsk. vanilludropar

Hitið ofninn í 190°C (180°C á blástur). Klippið eða saxið döðlurnar niður. Setjið þær í meðalstóran pott og hellið vatni þannig að rétt fljóti yfir. Sjóðið í 3-4 mín. Stráið matarsóda og salti yfir og hrærið í, það mun freiða vel í pottinum. Látið bíða í pottinum í ca. 10 mín. Matarsódinn mýkir döðlurnar. Setjið döðlumassa, smjör, sykur og egg í hrærivélaskál og hrærið allt vel saman. Bætið hveiti og vanilludropum í og blandið saman með sleikju. Setjið bökunarpappír í lausbotna form, sem er 24 eða 26 cm í þvermál. Hellið deiginu í formið og bakið kökuna í 30 -35 mín. Ath. alltaf lengri tíminn fyrir minna form. Látið kökuna kólna stutta stund og takið síðan úr forminu og setjið á kökudisk. Berið kökuna fram með heitri karamellusósu og þeyttum rjóma.

Karamellusósa:

120 g smjör

120 g púðursykur

1 dl rjómi

vanilludropar eftir smekk

Setjið smjör, púðursykur og rjóma í pott og látið krauma í  3-4 mín eða þar til sósan fer að þykkna.

Back to home page
Share this post
Repost0
To be informed of the latest articles, subscribe:
Comment on this post