750 grammes
All our cooking blogs Edit post Follow this blog Administration + Create my blog

Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði

Frönsk eplakaka - Tarte fine aux pommes

Frönsk eplakaka - Tarte fine aux pommes

Frakkar elska eplakökur og vilja oftast hafa þær þannig að eplabragðið sé gegnheilt og ekkert verið að rugla í því með öðru. Sannarlega má segja það um þessa köku, epli, epli epli, ekkert rugl. Manni finnst bara eins maður sé komið til Frakklands ef maður lokar augunum. 

8-10 sneiðar

200 g smjördeig

3-4 epli, Granny Smith magn fer eftir stærð

200 g eplamauk

60 g smjör

60 g sykur

1 msk. vanillusykur

Hitið ofninn í 180°C (175 °C blástur). Setjið bökunarpappír í botninn á 26 cm bökunarformi Fletjið smjördeigið út skerið í kringlótta köku sem passar í formið. Afhýðið eplin og skerið í frekar þunnar sneiðar. Setjið eplamauk í þunni lagi á smjördeigsbotninn og raðið eplunum þar ofan á. Bræðið smjörið og bætið sykri og vanillusykri í. Penslið eða notið skeið og þekjið eplinn með smjörblöndunni. Bakið kökuna í 30 mín. Berið fram volga. Gott er að bera sýrðan rjóma 36% sem er bragðbættur með örlitlum sykri og vanillukornum með. Það gera Frakkar.

Back to home page
Share this post
Repost0
To be informed of the latest articles, subscribe:
Comment on this post