750 grammes
All our cooking blogs Edit post Follow this blog Administration + Create my blog

Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði

Bessastaðakökur

Bessastaðakökur

Bessastaðakökur voru bakaðar á Bessastöðum í tíð Vigdísar Finnbogadóttur. Vigdís segir kökurnar hafa verið bakaðar í sinni fjölskyldu frá því hún man eftir sér. Vigdís segir þær ættaðar frá Jakobínu Thomsen, konu Gríms Thomsen þegar hann bjó á Bessastöðum á síðari hluta 19. aldar. Ég tók með mér þessa uppskrift þegar ég flutti til Bessastaða og þær voru alla mína tíð bakaðar þar, reyndar allan ársins hring,  og bornar fram í silfurskál (eins og konfekt) með kaffi (og aðeins þær sem bakkelsi) öllum þeim sem komu í stutt viðtöl eða með einhver erindi, það var alltaf öllum boðið kaffi að gömlum sveitasið,“ sagði Vigdís. Mbl. 19.12.2013

Þessar yndislegu smjörkökur hreinlega bráðna í munninum og eru algjörlega fyrirhafnarinnar virði. Ekta fullorðinskökur.

250 g smjör

250 g flórsykur

250 g hveiti

1 eggjarauða

100 g möndluflögur, valhnetu eða pecanhnetukjarnar saxaðir

Bræðið smjörið við hægan hita, setjið í skál og látið storkna í kæliskáp. Takið smjörið úr skálinni og hreinsið botnfallið af. Hitið ofninn í 180°C. Blandið saman flórsykri og hveiti og skerið smjörið í litla bita út í. Bætið eggjarauðu  út í og hnoðið vel saman. Skiptið deiginu í 3 - 4 hluta. Fletjið hvern hluta út í ferkantaða köku um 1 cm á þykkt. Skerið í fingurþykkar kökur og raðið á bökunarplötu með bökunarpappír. Penslið með sundurslegnu eggi og sáldrið hnetum ofan á. Bakið í 8 – 10 mín eða þar til kökurnar eru aðeins farnar að taka lit.

Back to home page
Share this post
Repost0
To be informed of the latest articles, subscribe:
Comment on this post