Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði
Ég hef lengi verið aðdáandi hershöfðingjans eða allt frá því að ég fékk leiðsögn um Louvre safnið í París þar sem saga þessa litla manns með stóra egóið var sögð. Þessar krúttlegu kökur eiga að tákna hattinn hans sem var eitt af því sem einkenndi hann. Hér notum við bökudeig sem mér finnst svo gaman að leika með, kökurnar hafa fest sig í sessi í bakaríum hér heima en mjög gaman að baka þær frá grunni.
Bökudeig:
180 g hveiti
4 msk. flórsykur
100 g kalt smjör í bitum
3 msk. ískalt vatn
1 eggjarauða
Útbúið bökuskelina. Sigtið hveitið á borðið, bætið sykri í og saxið smjörið saman við með hníf. Gerið laut í hveitið og setjið vatn og eggjarauðu þar í og hnoðið saman þar til vel samlagað (þetta má líka gera í skál). Pakkið deiginu í plastfilmu og geymið í ísskáp í 15 mín. Einnig má laga deigið í matvinnsluvél. Þá er allt nema vatn sett í vélina stillt á mesta hraða í ½ -1 mín, vatni bætt í og hrært saman aðra mín eða þar til deigið er vel samlagað. Gott er að nota plasthnífinn sem fylgir vélinni. Sjá bökudeig hér annarstaðar á blogginu. Geymt 15 mín í ísskáp.
Aðferð:
Hitið ofninn í 180°C. (175°C á blástur) Hrærið saman hráefnið sem fer í fyllinguna. Rúllið bökudeiginu frekar þunnt (2-3 mm) út á hveitistráðu borði. Notið glas eða kökujárn og stingið út hringi u.þ.bl. 20-22 cm hringi 6-7 cm . Setjið góða matskeið af deigi ( 15 g.) á hverja köku. Klemmið saman á þrjá vegu, eins og hatturinn sem Napóleon var með. Raðið kökunum á bökunarplötu klædda bökunarpappír. Bakið í 10-12 mín. þar til gylltar og fallegar. Kælið og penslið síðan botninn með bræddu súkkulaði.
Fylling:
250 g marsípan (a.m.k. 50 %möndlur oft kallað “ren rá”) rifið á grófu rifjárni
1 eggjahvíta
80 g sykur
Blandið rifnu marsípani, eggjahvítu og sykri saman á skál.
100 g dökkt súkkulaði, brætt í vatnsbaði eða örbylgjuofni við vægan hita.