750 grammes
All our cooking blogs Edit post Follow this blog Administration + Create my blog

Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði

Hálfmánar

Hálfmánar eru óðum að falla í gleymskunar dá. Þetta voru uppáhaldskökurnar hennar ömmu. Seinni árin hennar þegar hún var orðin mjög fullorðin og hætt öllu bökunarstússi sjálf voru þetta kökurnar sem hún óskaði eftir að baka með mér á bökunardeginum okkar sem við áttum vísan fyrir jólin. Hægt er að nota keypta sultu en í gamla daga bjó amma sultuna til sjálf og að sjálfsögðu er það miklu betra. Þessar smákökur eru svo innilega látlausar og fallegar og synd að láta þær gleymast.  

Hálfmánar

60-80 stk.

500 g hveiti

½ tsk. hjartarsalt

250 g sykur

300 g smjör, kalt í teningum

1 egg

2 msk. ískalt vatn

 

300 g sveskju- eða rabarbabasulta

1 egg, sundurslegið til að pensla með

 

Blandið hveiti, hjartarsalti og sykri í skál og blandið saman. Bætið smjöri út í og myljið saman við( þetta má gera með hrærara í hrærivél). Blandið eggi og vatni í glas eða skál og sláið saman. Bætið út í hveitiblönduna og hnoðið saman í samfellt deig. Látið deigið bíða í ísskáp í 30 mín. skiptið deiginu í 4 parta og fletjið út, stingið út kökur, 6 cm í þvermál, setjið sultu á hverja og lokið svo verði hálfmáni. Passið að setja ekki of mikla sultu á kökurnar. Lokið samskeytum með gaffli svo myndist munstur. Penslið með eggi og bakið síðan í 8-10 mín. Kælið og geymið í blikkboxi. 

 

Sveskjusulta:
500 g steinlausar sveskjur
vatn
150 g sykur
1 msk. kanill
1 tsk. vanilludropar

Skerið sveskjurnar í bita og setjið þær í pott ásamt vatni þannig að fljóti vel yfir. Hitið að suðu og látið malla við hægan hita í um 15 mín. Hellið þá soðinu af sveskjunum og geymið. Setjið sveskjurnar í matvinnsluvél og maukið þær. Hrærið sykri og kanil saman við og síðan 1 dl af sveskjusoði. Setjið aftur í pottinn, hitið og látið malla þar til maukið er orðið þykkt. Takið af hitanum og hrærið vanilludropunum saman við. Notið 300 g í kökurnar og setjið afganginn í krukku og berið fram með t.d. vöfflum.

 

Back to home page
Share this post
Repost0
To be informed of the latest articles, subscribe:
Comment on this post