Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði
Kökurnar:
125 g smjör
250 g síróp
125 g sykur
1 egg
500 g hveiti
1 tsk. engifer
1 tsk. matarsódi
1 tsk. kanell
Hitið smjör, síróp og sykur saman að suðu. Setjið blönduna í hrærivélaskál. Kælið blönduna svolítið svo eggið soðni ekki þegar það fer út í. Bætið síðan egginu út í og blandið þessu vel saman. Bætið þurrefnum út í og hrærið sprungulaust deig. Látið deigið bíða á köldum stað yfir nótt. Hitið ofninn í 180°C. Fletjið deigið út og stingið út kringlóttar kökur, fallegt er að nota járn sem er ekki alveg hringur en með smáum bogum. Það verður afskurður af deigi en ef við notum alltaf meira og meira hveiti við að fletja út afganginn verða þær kökur svolítið þurrar og gott ráð að fletja út með bökunarpappír undir deigið og ofan á svo ekki bætist meira hveiti í deigið. Pappírinn er sleipur en ráð við því er að ég hef pappírinn ríflegan og brýt hann niður fyrir borðbrún og styð maganum við pappírinn því þannig helst hann stöðugur á meðan ég rúlla deiginu úr. Þannig næst toppnýting. Raðið kökunum jafnóðum á ofnplötu og bakið í um 6-8 mín. Kælið. Þið fáið u.þ.b. 50 samsettar kökur úr uppskriftinni.
Krem:
140 g smjör, mjúkt
220 g flórsykur
1 tsk. vanilludropar
Hrærið allt vel saman. Leggið kökurnar saman með smjörkreminu. Geymið kökurnar á köldum stað eða í frysti.