750 grammes
All our cooking blogs Edit post Follow this blog Administration + Create my blog

Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði

Hveitipartar

Hveitipartar

Hveitipartar er eitt af því brauðmeti sem ekki má gleymast. Líklega eru þeir meira þekktir á Norðurlandi en hér fyrir sunnan. Dásamlega gott nýbakað með smjöri og osti. 

500 g hveiti

6 tsk. lyftiduft

2 tsk. salt

2 msk. sykur

3 dl mjólk

Hveiti, lyftiduft, salt og sykur er sett saman í skál. Hellið mjólk út í og hnoðið saman í samfellt deig. Skiptið í 3 parta. Fletjið hvern part út frekar þykkt og skerið í 7 cm ferkantaðar kökur. Pikkið í kökurnar með gaffli. Hitið tólg eða palmín eða blöndu af báðu. Steikið í heitri feitinni, gott er að steikja partana vel öðru megin áður en þeim er snúið annars lyfta þeir sér ekki nóg. Setjið eldhúspappír á fat. Takið tilbúna steikta partana upp úr jafnóðum og þeir eru fallega brúnir á báðum hliðum og látið feitina drjúpa af á pappír. Kljúfið og borðið með smjöri og osti. Bestir nýbakaðir.

Back to home page
Share this post
Repost0
To be informed of the latest articles, subscribe:
Comment on this post