Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði
Börnin mín hafa öll haft gaman að því að baka þessa sætabrauðsdrengi og núna eru barnabörnin tekið við. Það er svo gaman að baka með börnum og þessir sætu kallar höfða svo sannarlega til þeirra. Þetta er mjög gott deig með svolitlu smjöri í og auðvelt að gera bollur og snúða úr því líka.
500 g hveiti
100 g smjör kalt í bitum
1 tsk. sykur
1 tsk. salt
2 tsk. þurrger
3 dl mjólk
1 egg
ofan á:
1 egg til að pensla með
1 dl sykur
2 tsk kanill blandað saman
Hitið ofninn í 200°C. Myljið smjörið vel í hveitið, þetta má gera í hrærivél með hræraranum. Setjið hveitiblönduna, sykur, salt og þurrger í skál. Hitið mjólkina þar til hún er 37¨C. Það þýðir að þegar þú setur fingur í mjólkina finnur þú ekkert, hvorki heitt né kalt, bara “blautt” Bætið eggi út í mjólkina. Setjið krókinn á hrærivélina. Bætið mjólkiublönduni út í hveitið og hnoðið sprungulaust deig. Látið lyfta sér í ½ -1 klst. Skiptið deiginu í 2 hluta. Fletjið deigið út frekar þunnt og stingið út kökur. Raðið þeim á smjörpappírsklædda bökunarplötu. Sláið eggið sundur í skál. Penslið kökurnar með eggi og stráið kanelsykri ofan á. Bakið í 8 mín. Kökurnar eru bestar nýbakaðar en má gjarnan frysta.