Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði
Sítrónukökur hafa alveg sérstakan sess hjá mér, það er eitthvað ómótstæðilegt við sætt og súrt saman. Hér er uppskrift að fallegri rúllutertu sem er marens.
5 eggjahvítur (ca. 150 g)
280 g sykur
50 g hnetur eða möndlur, saxðar fínt
flórsykur til að dusta yfir
3 dl rjómi, þeyttur
2 -3 dl sítrónumauk (magn eftir smekk)
Hitið ofninn í 200°C, 190°C á blástur. Setjið bökunarpappír í form sem er 24x34 cm á kant eða sviðað þessu á stærð. Brjótið inn á hornin svo deigið komist vel fyrir. Berið olíu á pappírinn og stráið hnetum á hann. Þeytið eggjahvítur saman í tandurhreinni hrærivélaskál þar til þær eru næstum stífar. Bætið þá sykri einni matskeið í einu út í og hrærið áfram. Hrærið áfram í 1-2 mín eftir að sykurinn er allur kominn út í. Jafnið nú úr deiginu í pappírsklædda formið. Bakið marensinn í 8 mínútur, lækkið þá hitann í 160°C (150°C blástur) og bakið áfram í 15 mín í viðbót. Setjið örk af bökunarpappír á borðið og hvolfið marensnum á borðið. Látið kólna í 15 mín. áður en þið setjið fyllinguna. Smyrjið rjóma á marensinn og síðan sítrónumauki ofan á hann, magn fer eftir smekk, ég á gjarnan afgang í litla krukku eftir. Rúllið upp, setjið á fallegan disk og sigtið flórsykur yfir. Ef þið eigið smá afgang af sítrónumaukinu er gott að setja í krukku og geyma í ísskáp. Gott ofan á ristað brauð.
Sítrónumauk:
4 stórar eggjarauður (80 g)
130 g sykur
3 sítrónur, safi af þeim
1 msk. sítrónubörkur u.þ.b. 1 sítróna
80 g smjör, í bitum
Sítrónumaukið er eldað í vatnsbaði. Takið pott og setjið vatn í hann að upp að rúmlega ¼. Finnið hitaþolna skál sem passar ofan á pottinn. Setjið eggjarauður, sykur, sítrónusafa, sítrónubörk og í skál sem er hitaþolin og passar ofan á pottinn. Hitið vatnið og pískið sítrónumaukið saman yfir vatnsbaði það til það fer að þykkna. Þetta getur tekið 6-10 mín. og það borgar sig að þeyta í allan tímann. Takið af hitanum og pískið smjörbitana út í, það má setja allt í einu. Hellið í gegnum sigti.
Sítrónumauk geymist í kæli í 10 daga. Til að geyma lengur er hægt að frysta í 3-6 mánuði.