750 grammes
All our cooking blogs Edit post Follow this blog Administration + Create my blog

Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði

Fragile

Fragile

“Fragile” stendur skrifað utan á franska póstböggla sem innihalda eitthvað viðkvæmt eða brothætt, en orðið á vel við um þessa gómsætu tertu. Það eru margar útfærslur til af þessari frægu köku en þessi hefur reynst mér best, mjúkir marsípanbotnar með stökkum hnetuflögum og flauelsmjúkt kaffismjörkrem á milli botnana. Kakan er saðsöm og er því drjúg. Hún sómir sér vel sem eftirréttur og hentar einkar vel með kampavíni eða sætu eftirréttavíni. Hún getur líka verið hluti af kaffiborði og auðvelt er að margfalda uppskriftina. Ein uppskrift er ofnplötustærð skipt í þrjá bita. Ef kakan er td. bökuð þreföld er hún kominn í ofnplötustærð og gæti dugað sem eftiréttur fyrir allt að 40-45 manns. Ef þið viljið heldur hafa súkkulaðikrem á milli botnana er hægt að setja 1 msk. kakó í staðin fyrir kaffið í kremið.

Ég hef bakað þessa köku fyrir jól og skipt niður í litlar kökur og gefið í jólagjöf. Kökuna má frysta tilbúna. 

Kakan:

250 g sykur

7-8 eggjahvítur

2½ dl

250 g möndlumassi ( hrámassi)

1¼  dl mjólk

50 g möndluflögur

Kakan: Hitið ofninn í 170°C. Þeytið eggjahvíturnar þar til þær eru stífar og bætið síðan sykri út í smám saman á meðan hrærivélin gengur þar til allt er vel samlagað. Rífið  marsipanmassann gróft í skál og mýkið hann með mjólkinni. Blandið marsípaninu út í eggjahvíturnar. Klæðið ofnskúffu með smjörpappír, smyrjið hann með smjöri eða annari fitu og hellið deiginu í skúffuna. Dreifið 50 g af möndluflögunum á 1/3 hluta af deiginu.Bakið í 25-30 mín, ekki hafa áhyggjur þó deigið lyftist mikið, það hjaðnar þegar það er tekið úr ofninum.

Smjörkrem:

200 g sykur

¾ dl vatn

4 eggjarauður

200 g smjör mjúkt

2 tsk. skyndikaffi leyst upp í 1 msk. heitu vatni

2 msk. koníak (má sleppa)

100 g möndluflögur ristaðar á þurri pönnu

Þetta er smjörkrem lagað á sama hátt og krem í sörur. Sjóðið sykur og vatn saman í nákvæmlega 7 mín. Þeytið eggjarauður og látið sýrópið leka í mjórri bunu út í rauðurnar meðan þið þeytið í. Þeytið þar til eggjamassinn er farinn að kólna. Þetta er mikilvægt því ef massinn er of heitur bráðnar smjörið sem er sett næst út í og kremið verður og þunnt.Bætið síðan smjöri út í smávegis í einu og þettið vel saman. Bragðbætið með kaffi og evtv. koníaki.

Kakan er sett saman þannig:

Skiptið kökunni í þrjá hluta. Smyrjið tvo botna með  kremi og látið hlutann með möndlunum á toppinn. Smyrjið kremi á hliðarnar og setjið möndluflögur á hliðarnar. Það er mjög fallegt að sáldra flórsykri yfir.

Back to home page
Share this post
Repost0
To be informed of the latest articles, subscribe:
Comment on this post