750 grammes
All our cooking blogs Edit post Follow this blog Administration + Create my blog

Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði

Dísudraumur - Draumterta

Dísudraumur - Draumterta

Þessi fallega terta er sannarlega drottningin á veisluborðinu. Uppskriftina eiga margir og margar fjölskyldur sem eiga hana sem uppáhaldstertuna. Ég baka hana í 22cm formum svo hún verði há og glæsileg. Hún er best daginn sem hún er bökuð. 

Draumterta – Dísudraumur

Fyrir 10

 

Kökubotninn:

2 egg (meðalstór)

70 g sykur

30 g hveiti

30 g kartöflumjöl

1 tsk. vanilluessens

 

Hitið ofninn í 200°C. Þeytið saman egg og sykur þar til ljóst og loftkennt. Mælið hveiti og kartöflumjöl í skál og bætið í eggjahræruna ásamt vanilludropum. Blandið saman með sleikju. Setjið bökunarpappír á botninn á 22 cm formi og berið olíu innan á barmana á forminu. Hellið deiginu í formið og jafnið út. Bakið í 5 mín. Við 200°C en lækkið síðan hitann í 180°C og bakið í 10 mín í viðbót. Látið kökuna kólna aðeins og losið síðan varlega úr forminu.

 

Marensinn:

3 eggjahvítur

140 g sykur (gott að nota caster baking sugar)

 

Hitið ofninn í 120°C, ekki blástur. Setjið eggjahvítur og sykur í tandurhreina hrærivélaskál og þeyttið vel saman þar til stíft og fallegt. Þetta tekur um 5 mín. Setjið bökunarpappír á botninn á 22 cm formi og berið olíu innan á barmana á forminu. Jafnið marensblöndunni í formið og bakið í miðjum ofni í 1 ½  klst. Látið marensinn kólna aðeins og losið síðan varlega úr forminu.

 

Kremið:

½ líter rjómi

60 g 70 % súkkulaði

4 eggjarauður

4 msk. flórsykur

 

Þeytið rjómann og setjið í skál. Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði við vægan hita. Hrærið eggjarauður og flórsykur mjög vel saman eða þar til ljóst og kremkennt. Bætið súkkulaði út í og síðan helmingnum af rjómanum saman við.

 

Kakan sett saman:

Setjið svampbotninn á tertudisk og smyrjið lagi af rjóma á hann. Smyrjið helmingnum af kreminu á rjómann. Setjið marensborn ofan á og endurtakið síðan, rjóma og krem.

 

Back to home page
Share this post
Repost0
To be informed of the latest articles, subscribe:
Comment on this post