750 grammes
All our cooking blogs Edit post Follow this blog Administration + Create my blog

Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði

Jarðaberja lagterta

17 júní er haldin hátíðlegur hér á bæ og þessi fallega jarðaberjakaka sómir sér vel á veisluborðinu. 

Jarðaberja lagterta

4 egg

120 g sykur

100 g hveiti

½ tsk. lyftiduft

50 g smjör brætt og kælt lítillega

 

Hitið ofninn í 180°C. Þeytið egg og sykur saman þar til blandan er ljóst og létt, það getur tekið 8-10 mín. Hellið smjörinu út í í mjórri bunu á meðan að vélin gengur, passið að hafa það ekki of heitt því þá bræðir smjörið eggjamassann. Sigtið hveiti og lyftiduft út í eggin og blandið því saman við með sleikju. Setjið bökunarpappír í botninn á 2 x 22 smellumótum. Skiptið deiginu á milli formana. Bakið í um 20 mín. Takið úr formunum og kælið. Þið getir haft kökuna á 3 hæðum með því að nota 3x20 eða 18 cm form.

 

500 g jarðaber eða hindber

1 msk. sykur

½ líter rjómi

 

Ef þið notið jarðaber eru þau skorin í bita ef þau eru stór, hindberin eru höfð heil. Setjið berin í skál og bætið sykri út í eftir smekk, ef berin eru vel sæt er óþarfi að nota sykurinn. Þeytið rjómann. Setjið rjóma og ber á milli botnana og ofan á. Skreytið með berjum og fánum.

 

Back to home page
Share this post
Repost0
To be informed of the latest articles, subscribe:
Comment on this post