Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði
Pönnukökur eru samofnar matarmenningu okkar og fátt þjóðlegra. Mínir krakkar lærðu að baka þær um 10 ára aldurinn og eru enn að. Hér eru þær bragðbættar með sítrónu en Frakkar bera þær gjarnan fram þannig.
200 g hveiti
½ tsk. salt
¼ tsk. matarsódi
1 msk. sykur
5 dl mjólk
2 egg
½ - 1 tsk. vanilludropar
50 g smjör
Ofan á:
1 dl sykur
2 sítrónur
Blandið hveiti, salti, matarsóda og sykri saman í skál. Hellið 3 dl af mjólkinni út í og hrærið saman í kjekkalaust deig. Bætið eggjum í einu í einu og sláið vel saman. Bætið afgangnum af mjólkinni og vanilludropum út í og blandið vel. Bræðið smjörið á pönnukökupönnunni , bætið því í deigið og hrærið saman þar til það samlagast. Hellið deigi á pönnuna þannig að það þeki hana. Bakið þar til deigið fer að þorna. Losið um brúnirnar á deiginu með pönnukökuspaða, setjið spaðan undir pönnukökuna og snúið henni við. Bakið pönnsuna þar til hún er fallega gullin. Hvolfið á disk. Bakið úr öllu deiginu. Stráið sykri og kreistið sítrónusafa ofan á volgar pönnukökurnar og rúllið þeim upp.