750 grammes
All our cooking blogs Edit post Follow this blog Administration + Create my blog

Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði

Kanelsnúðar

Kanelsnúðar

Hver man ekki eftir kanelsnúðum eins og amma gerði. Þetta er frekar stór uppskrift enda voru þessir snúðar oft bakaðir sem hversdagsbakstur einu sinni í viku á mörgum heimilum. Mín börn eiga minningar um þessa snúða hjá ömmu sinni og fengu þau “skapadjús” að drekka með en það var vinsæll drykkur gerður úr Egils þykkni sem var geymt inni í skáp og blandað vatni, þannig kom nafnið til. Hjartasaltið gerir snúðana stökka en það má sleppa því ef þið fáið það ekki. 

20 stk.

450 g hveiti

2 tsk lyftiduft

½ tsk. hjartarsalt

150 g sykur

240 g smjör, kalt í bitum

2 egg

Kanelblanda:

80 g sykur

1 msk. kanill

Setjið hveiti, lyftiduft, hjartarsalt, sykur og smjör í bitum saman í skál. Myljið þetta saman með höndunum eða setjið í hrærivél með hræraranum (káinu). Sláið eggin saman í glasi eða skál og bætið út í. Hnoðið þetta nú saman í samfellt deig. Kælið í 20 mín. Hitið ofninn í 180°C. Fletjið deigið út á hveitistráð borð í ferhyrning ca. 25x40 cm. Blandið sykri og kanel saman í kanelblönduna og stráið yfir deigið. Rúllið deiginu upp og skerið það í fingurþykkar sneiðar. Raðið snúðunum á tvær smjörpappírsklæddar plötur. Kanelsykurinn kemur til með að fara út um allt borð en gott er að sálðra svolitlu yfir hvern snúð eða dýfa þeim hverjum fyrir sig í hann. Bakið í 20 mín. eða þar til snúðarnir eru gullnir. Mjög gott að frysta. Kanelsnúðarnir geymast að minnsta kosti í viku í þéttu boxi á svölum stað.

Kanelsnúðar
Back to home page
Share this post
Repost0
To be informed of the latest articles, subscribe:
Comment on this post