750 grammes
All our cooking blogs Edit post Follow this blog Administration + Create my blog

Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði

Sandkaka

Sandkaka

Mörg okkar eiga góðar minningar um mat. Þær eru margar bernskuminningarnar sem ég á um þessa köku. Amma mín á Skólavörðustígnum bakaði hana mjög oft, var reyndar fræg fyrir hana,  og hafði hana alltaf með í nesti í sunnudagsbíltúrinn. Þessi kaka er svo góð að bíræfnir þjófar reyndu einu sinni að ræna henni ásamt allri nestiskörfunni þegar amma var að hlaða bílinn. Þeir komust þó ekki langt  því amma rauk á eftir þeim og náði þeim á töppum á Lokastíg þar sem þeir voru byrjaðir að borða sandkökuna. Kakan var svo ómótstæðileg að þeir komust ekki lengra. Amma las þeim pistilinn hneppti kökuna úr höndum ræningjana og haldið var af stað á Þingvöll og kakan mauluð með kaffisopa í grænni lautu á fallegum sumardegi.  

10-12 sneiðar

250 g smjör mjúkt

250 g sykur

250 g hveiti ( pilsbury best )

5 egg

Hitið ofninn í 175°C. Í kökunni er ekkert lyftiduft, eggin sjá um að lyfta kökunni. Hrærið saman smjör og sykur þar til ljóst og létt. Bætið eggjum út í einu í einu, hrærið vel saman. Bætið að síðustu hveiti út í og blandið vel. Setjið deigið í smurt jólakökuform ath. str. og bakið í eina klukkustund.

Back to home page
Share this post
Repost0
To be informed of the latest articles, subscribe:
Comment on this post