Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði
3-4 krukkur
3 blóðgreip
1 sítróna, safi af henni
1.2 líter vatn
1 kg sykur
Þvoið greipávöxtinn mjög vel og skerið síðan börkinn utan af honum. Reynið að taka eins lítið af hvíta berkninum sem er undir berkinum og þið getið. Skerið börkinn í fínar ræmur. Flysjið hvíta börkinn utan af með beittum hníf, best að skera topp og botn, láta ávöxtinn standa á sléttum fleti og flysja þannig. Skerið nú kjötið innan úr ávextinum, það er gott að hafa skál undir svo enginn safi fari til spillis. Setjið aldinkjötið í pott ásamt fínt skorna berkinum. Kreistið það sem eftir er af ávextinum (beiska partinn) til að fá allan safan úr. Hellið í pottinn og líka safanum úr skálinni. Beiska partinum hendum við. Hellið nú vatninu og sítrónusafanum í pottinn og sjóðið þetta í 1 ½ klst. Lyktin verður sterk. Bætið sykri saman við og sjóðið áfram í 20 mín eftir að suðan er kominn upp. Prófið marmelaðið á köldum disk, ef það er ekki orðið stíft skuluð þið sjóða það í 5-10 mín í viðbót. Fyrst 5 mín og prófa þá og lengja síðan tímann ef þarf.
Aðferðin með kalda diska í frysti Í lok suðutímans er ráð að fylgjast með því hvort sultan er nógu stíf. Það er sniðugt að vera með 3-4 litla diska í frysti, taka einn út og láta smávegis af sultu á hann og setja prufuna í frystinn aftur í 2 mín. Þá getið þið séð hvort hún er nógu stíf. Ef hún er ekki tilbúin er hún soðin áfram í nokkrar mínútur áfram og síðan prófað aftur. Oft er þetta bara spurning um nokkrar mínútur.