750 grammes
All our cooking blogs Edit post Follow this blog Administration + Create my blog

Kökurnar og baksturinn sem mamma gerði

Gráfíkjukaka

Gráfíkjukaka

Hér kemur uppskrift að köku sem var mjög vinsæl hér áður fyrr. Þetta er mjög gömul uppskrift sem var þekkt á Norðurlandi en ekki eins þekkt hér fyrir sunnan. Gaman að velta því fyrir sér hvað matur og bakstur voru tengd landshlutum hér áður fyrr eins og soðbrauðið góða sem er enn hægt að fá í bakaríum á Norðurlandi. Ég nota 22 cm form til að hafa hana þykka en með stærri formum (24 cm) verður kakan þynnri og þarf örlítið styttri baksturstíma. 

Gráfíkjukaka

250 g þurrkaðar gráfíkjur, saxaðar

1 dl vatn

150 g smjör, mjúkt

150 g hrásykur

2 egg

300 g hveiti

½ tsk. lyftiduft

½ tsk. matarsódi

 

Setjið gráfíkjurnar í pott ásamt vatninu og látið þær sjóða við vægan hita þar til þær hafa drukkið allt vatnið í sig. Látið þær kólna. Hitið ofninn í 180°C. Hrærið smjör og hrásykur saman þar til blandan verður ljós og kremkennd. Bætið eggjum í einu í einu og hrærið vel saman. Blandið gráfíkjum, hveiti, lyftidufti og matarsóda saman við. Setjið bökunarpappír á botninn á 2 x 22-24 cm formum og smyrjið inn á hliðarnar með olíu. Skiptið deiginu á milli formanna og bakið botnana í 20 mín. Látið botnana kólna og setjið þá síðan saman með smjörkremi.

 

Smjörkrem:

 

70 g smjör, mjúkt

100 g flórsykur

1 egg

1 tsk. vanilludropar

 

 Hrærið allt saman þar til mjög vel samanlagað.

 

Back to home page
Share this post
Repost0
To be informed of the latest articles, subscribe:
Comment on this post